Leita í fréttum mbl.is

Ný-nasistinn sem gerðist pan-kynsegin-intrósex ný-frjálshyggjumaður með fémíníska tendensa

paunk1Merkilegt ef nasistapöddurnar vita að til eru háskólar á Íslandi, því það bendir til að fáeinar heilafrumur séu á milli eyrnanna á þeim, sem þó er mjög ólíklegt. Sennilega var það einungis tilviljun að þessir gripir hafi hitt á Háskóla Íslands og farið að myndast við að dreifa andlegum afurðum sínum þar. En háskólanemar verða auðvitað að vera á verði gagnvart meindýrum, sem halda að sé töff og kúl að vera nasisti.

Hér á árum áður var á flökti í Reykjavík náungi sem hélt því statt og stöðugt fram að hann væri samkynhneigður ný-nasisti, og náði með þeirri yfirlýsingu athygli í Kvosinni í Reykjavík og nærsveitum hennar. Á tímabili voru eiginlega allir ákaflega upp með sér að þekkja samkynhneigðan ný-nasista, því aungvum hafði áður dottið í hug að slík blanda væri til. En svo varð samkynhneygði ný-nasistinn leiður á hlutverkinu, enda hætt að vera nýstárlegt, lýti því hátíðlega yfir í heyranda hljóði, að nú væri hann kominn aftur úr skápnum, og í þetta sinn sem einn ekta pan-kynsegin-intrósex ný-frjálshyggjusteggur. Og til sannindamerkis veifaði hann tólum sínum framan í viðstadda. Þetta gerðist á virðulegu kaffihúsi í hjarta Reykjavíkurborgar.

Og nú varð fólk enn hrifnara af okkar manni, en þegar hann var einungis vesæll samkynhneigður ný-nasisti. Og ekki leið á löngu að hinn forframaði pan-kynsegin-itrósexíski ný-frjálshyggjusteggur með fémínísma sem hliðargrein, væri sestur að á framboðslista til alþingiskosninga og í kjölfarið kominn á þing fyrir einn vitleysingaflokkinn, sem þar starfar. Það rættist því sannarlega sæmilega vel úr stagkálfinum, sem í fyrstu gerði út á samkynheygðan ný-nasisma, þegar hann var kominn í bláa skyrtu og búinn að greiða hárið í tagl, eins og hann væri hross, og farinn að plampa um á nýjum stígvélaskóm og með tölvu í fanginu; en frama sinn á þessi upprennandi skörungur fyrst og fremst því að þakka að hann gerist pan-kynsegin-intrósex ný-frjálshyggjumaður með fémíníska tendensa.


mbl.is Rasískum áróðri dreift í Háskóla Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband