Leita í fréttum mbl.is

Á Nýfundnalandi var líka svona trúarsöfnuður - en hann er víst ekki til lengur

beljaAnnað slagið í seinni tíð, hefir sértrúarsöfnuður nokkur gefið sig fram til að mótmæla húsdýrahaldi í stóru samhengi og smáu. Þetta fólk hefir vilja sleppa sauðfénaði, nautgripum, hænsnfuglum og svínum landsmanna út á Guð og gaddinn af mannúðarástæðum, eða hvað það nú kallar þetta. Og af einskærri ofsagóðmennsku og framúrskarandi mannúðarástæðum mun trúarsöfnuðurinn fylgjast með aðdáun á hin frelsuðu nytjadýr frjósa í hel á frostköldum melum íslenskrar vetrarnáttúru.

Einhver sagði mér, að trúarsöfnuðurinn, sem vill sleppa dýrunum lausum, ætti óðul sín að Kleppi inn við Sund. Þetta væru nefnilega brjálað fólk, sem á það til að flýja út af Kleppi af og til í trúfélagslegum tilgangi. Svo er greyjunum smalað saman og rekin aftur inn í búrin sín að Kleppi, þar sem þau leggjast á meltuna og bíða næsta tækifæris til kunngera fagnaðarerindið. Sumum þykir gaman að tiltektum þess ofsatrúarfélgs og langar til að koma upp leónum, tígrum og ísbjörnum í Húsdýragarðinum, sem hinir geggjuðu frelsarar hefðu eflaust gaman af að glíma við.

Á Nýfundnalandi, sem er einn mikill hreppur í vestri, komu eitt sinn galnir trúranöttarar úr dýrafrelsunarreglunni í kvikindagarð, sem þar er rekinn af hinu opinbera í bland við dýravini. Í þeim garði var hinum sanntrúuðu vísað til ísbjarnastíunnar og þeim boðið að opna hliðið fyrir björnunum. Auðvitað tóku trúarnöttararnir tilboðinu og hlupu að hliðinu og rifu það upp á gátt. En það varð bara til þess að ísbirnirnir stukku samstundis á frelsarana, slógu þá í hel með hrömmunum og átu þá síðan. Á eftir lölluðu ísbirnirnir alsælir inn í stíuna sína aftur og lögðust saddir og sælir á fleti sín og möluðu gífurlega.


mbl.is Öðru hvoru „herleiðangur“ gegn garðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband