Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta og annađ skráđ samband frú Ingveldar og Kolbeins

gif1Fyrst ţegar frú Ingveldur og Kolbeinn skráđu sig í samband blandađi gamli Kolbeinn Kolbeinsson, fađir Kolbeins Kolbeinssonar yngri, sér í máliđ og krafđist lögbanns á sambandiđ. Ţađ sem sá gamli hafđi helst út á sambandiđ ađ setja og gat rökstutt međ skýrum sönnunargögnum, var ađ frú Ingveldur vćri illa örtuđu, brennivínssjúk og međ róttćka brókarsótt; enn fremur vćri hún illa haldin af stóđlífi, ţá vćri hún einnig međ flatlús. Sýslumađur tók auđvitađ kćru gamla Kolbeins til greina og leystu upp samband frú Ingveldar og Kolbeins. Ţannig ţóktist hinn ábyrgđarfulli og roskni fađir Kolbeins hafa bjargađ syni sínum frá ógurlegum hórdómi og ţá einkum hvađ viđvék hans ektakćrustu, frú Ingveldi.

Á laun létu ţau frú Ingveldur drukkinn sveitaklerk gefa sig saman fyrir utan fjárhús ţar í hreppnum. Ţetta var í alla stađi lögleg vígsla og klerkurinn bauđ hjónunum ađ stađfesta brúđkaupsheit sitt ţar í garđanum í fjárhúsinu, sem ţau og gerđu í votta viđurvist, ţađ er prestsins og vinkonu hans. 

Og víkur ţá ađ vinkonu prestsins. Hún var virkilega ung ađ árum um ţessar mundir, stuttpilsuđ svo af bar og ljónviljug til samfara, sem hún ţó illa kunni. Einnig var stúlka ţessi stórvinkvendi brúđarinnar, frú Ingveldar og ekki örgrannt um, ađ ţćr hefđu ţá ţegar marga fjörulalla sopiđ. Já - ţađ var nú ţađ. En, held ég verđi ađ segja, ţá var ţessi vinkona klerksins, sem gaf ţau Frú Ingveldi og Kolbein saman á fjárhúströppunum sú kona sem heitiđ hefir Máría Borgargagn, löngu síđar gift Indriđa Handređi landstólpa. Ţađ átti ekki fyrir Máríu Borgargagni ađ liggja ađ verđa prestsfrú, enda presturinn, vinur hennar ástúđlegur, harđgiftur annarri konu og var í sterkum tygjum viđ enn annan kvenmann, húsfreyju ţar í sveitinni. En ţađ var ekki ađ ţví ađ spurja, ađ hjónaband frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns hefir reynst gifturíkt og haldiđ vel, ţrátt fyrir all-ískyggilegar ágjafir á stundum. Hitt er rétt, ađ frú Ingveldur og Kolbeinn eru svo ţroskađir einstaklingar, víđsýnir og gáfađir, ađ ţau láta ekki sona eitthvađ uppákomandi hitt og ţetta gjöra hjónaband sitt ađ aungvu. 


mbl.is Ragnheiđur Guđfinna og Reynir skrá sig í samband
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guđjónsson

Sá líka ađ Anna frćnka vinar félaga míns var ađ skrá sig í samband viđ jóa sem vinnur á Akureyri, ţar sem ég bjó 2006.

Birgir Örn Guđjónsson, 11.11.2019 kl. 08:56

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já Birgir Örn, ţađ er eflaust afskaplega mikiđ í samband ţeirra variđ.  

Jóhannes Ragnarsson, 11.11.2019 kl. 09:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband