Leita í fréttum mbl.is

Nú er aðventan í nánd og stúfar og stuttfætlur komnar á kreik

xb7Já, hún er klofstutt, auminginn, eins og Stúfur jólasveinn, og illa löguð til stórferðalaga. En það verur að hafa það. Hinsvegar var formóðir hennar, gamla Framsóknarmaddaman, gríðar há til klofsins þegar hún var upp á sitt besta, þó nú séu lær hinnar gömlu frúar samgróin niður að knjám. Að öðru leyti er heilsufar gömlu Framsóknarmaddömunnar grábölvað og eiginlega hræðilegt; kerlingarvargurinn hefu nú ekki hægðir nema á tveggja eða þriggja mánaða fresti og geðheilsan með þeim hætti, að ekki væri óhætt að láta hana ganga lausa, en sem betur fer er hún svo farlama af einkenilegum ellihrumleik, að hún á bágt með að fara hratt yfir.

En aftur að þeirri klofstuttu og skrópi hennar í Berlín. Ekki hefði nokkrum manni dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan að skömmin sú arna væri forhertur skrópagemlingur, en nú er svo komið að þeir hinir sömu mega endurskoða þá höfuðóra sína. Gamla Framsóknarmaddaman er hinsvegar hin rólegast yfir skrópi sinnar elskulegu dóttur og segir sem satt er, að blessuð dúfan hafi ekkert haft að gera til Berlínar; í þeirri voðalegu borg sé hvort eð ekki neitt annað en spilling, morðingjar og hóruhús, og þessháttar vilji sannir Framsóknarmenn ekki láta bendla sig við.

En telpan er víst komin heim og farin að æfa sig með fullum þunga í að leika jólasveininn Stúf og síðan mun hún steðja inn á leikskóla landsins til að hræða börnin með Grýlu og Framsóknarmaddömunni. Leikskólarnir heyra nefnilega beint undir þessa errilegu dóttur Maddömunnar og því augljóst gaman fyrir hana að djöflast um þá á jólaföstunni. En hvernig ætli stjórnvöldum hafi dottið í hug að senda Grýlu gömlu til Namibíu, það held ég sú klofstutta stúfína viti ekki, og þá enn síður Gluggaskrautið Gloppa. 


mbl.is Lilja komst ekki til Berlínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband