Leita í fréttum mbl.is

Óþverramynd, sem gefur til kynna að forsætisráðherra hafi verið dauðadrukkin

xv34Var stelpuálftin blindfull á stríðhaukahátíð NATÓ? Á einni myndinni virðist NATÓ-foringinn Stoltenberg þurfa að styðja þennan sérkennilega forsætisráðherra Íslands svo hún detti ekki um koll og fari að skríða fyrir hunda og manna fótum. Á annarri og ekki síðri óþverramynd stendur forsætisráðherrann eins og gluggaskraut millum Stoltenbergs og Bórísar hins breska með höndurnar bak við gumpinn á þeim og virðist vera að klóra þeim milli rasskinnanna. Það er dálagleg upphefð sem forsætisráðherra Íslands fær hjá helvískum Natósteggjunum og Íslandi til sóma.

So hlægja þessir subbukallar að okkar konu og snúa henni í hringi eins og skopparakringlu og okkar kona fattar ekki djókinn, tekur bakföll og hlær líka eins og fífl og segir: ,,é-é fór bara í öfuga átt." 

Og hvað svo, drengir mínir og stúlkur, er nokkur hemja, að umheimurinn þekki Ísland og Íslendinga einungis af endemum, að land og þjóð sé eitt allsherjar skrípalingasafn einkennilegra stjórnmálamanna og gráðugra péníngaþjófa? Og ef útlendingar vissu, að á Íslandi sé fólki talið trú um að forsætisráðherra landsins sé ógn róttæk vinstrikona og formenni stórbrotins vinstriflokks, þá mundu þeir blátt áfram skíta í sig af hlátri. En þegar við bætast myndir af fyrirbærinu þar sem það sýnist ofurölvi, í dragt, sem er alveg í stíl við jakkaföt NATÓ-haukanna, þá er það staðfesting á að aungvu er logið upp á þjóðina sem sögð er búa á Íslandi, lengst norður í höfum.


mbl.is „Fór bara í öfuga átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ja hérna Jóhannes, hefurðu einhvertíma heyrt talað um flissandi fábjána?

Magnús Sigurðsson, 4.12.2019 kl. 18:56

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Væru Johnson og Stoltenberg konur, en Katrín karl, á miðmyndinni, er hætt við að hamfarahlýnunarkommakrílið yrði sakað um kynferðislega áreitni og fleðuskap á opinberum vettvangi. #Metoo# yrði að #Youtoo# og ég veit ekki hvað. Gott ef Kata yrði ekki látin taka staf sinn og poka og sagt að hundskast út í tómið.

 Sjaldan hefur annað eins “Rumpstak” náðst á filmu, af ekki meiri hugsjónamanneskju en núverandi forsætisráðherfu Íslands, hangandi í rassgatinu á ekki litlum köllum úti í heimi og enginn segir neitt! 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.12.2019 kl. 19:51

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Reyndar virðist Katrín ekki allskostar ánægð með kjötfyllinguna og báðir viðkomandi dilkar því settir í súpukjöt eða hakk, væri hún kjötiðnaðarmaður. 

 Sjaldan hefur kjötfylling tveggja rumpa valdið matsmanni meiri vonbrigðum, ef marka má myndina, enda matsmaðurinn svarinn andstæðingur svona þukls.

 Góðar stundir og over and át, að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.12.2019 kl. 19:57

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, so segja þeir, að hún hafi ekki einusinni þvegið sér um höndurnar á eftir. Maður hefði nú getað haldið að hún væri ekki sona bölvaður sóði.

Jóhannes Ragnarsson, 5.12.2019 kl. 16:46

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Magnús, ég hefi heyrt talað um flissandi fábjána, og ekki alla af góðu einu. Ég hefi líka séð soleiðis fyrirbrigði og varð óglatt af þeirri sjón.

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2019 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband