Leita í fréttum mbl.is

Áramótakveðja til stórnmálanna og ráðvilltrar þjóðar

nak1_1245371.jpgÞá hefir krataeðlisformennið auglýst gáfnafar sitt með því að kalla Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata ,,frjálslynda umbótaflokka." Auðvitað gerir aunginn heilbrigður maður neitt með svona snakk, sem minnir á fátt annað en óráðshjal langdrukkins manns. ,,Frjálslyndi", merkir úr munni krataeðlissjúklinga, einber tækifærismennska, og að vera ,,umbótaflokkur" þýðir að viðkomandi hópur vilji endilega láta innlima Ísland í auðvaldsbáknið ESB. Að skoðanakönnun gefi til kynna að fyrrgreindir þrír flokkar mundi jafnvel fá um það bil helming atkvæða, ef kosið væri nú, sýnir fyrst og fremst, svo ekki verður um villst, að kjósendaskjáturnar vita ekki sitt rjúkandi ráð, eru gersamlega ráðalausar gagnvart forhertri tækifærismennsku og svikamenningu stjórnmálaflokkanna. Í grunninn eru hinir klikkuðu flokkar, Samfylking, Viðreisn og Píratar harðskeyttir unnendur kapítalísks þjóðskipulags og nákvæmlega alveg eins og hinir flokkarnir, sem mannvitsbrekka krataeðlisins telur væntanlega hvorki ,,frjálslynda" né ,,umbótasinnaða.

Og fyrst maður er farinn að mala um poletik, sem mér er þó heldur á móti skapi af eðlilegri ástæðu, þá er rétt að geta þess, að Samfylkingin er með öllu alónýtur flokkur, sem væri betur steindauður en með einhverju lífsmarki. Hið sama má víst segja um hina flokkanna sem sæti eiga á Alþingi, enda leggja þeir allir sem einn áherslu á svika- og lygamenningu og eru fulltrúar andlegs aumingjaskapar.

kamar.jpgVinur minn einn, bráðgáfaður maður, athugull og hleypidómalaus lýsti því fyrir mér hvernig stjórnmálaflokkurinn Viðreisn kæmi sér fyrir sjónir eins og magaveikur fíkill með buxur á hælum, sem sæti inni á gömlum timburkamri með daunillri holu undir og væri að rembast við að kukka heilanum úr sér. Þetta er sennilega hárrétt hjá vini mínum. Við þetta má svo bæta, að Klausturdónaflokkurinn er eins og hressandi hnjúkaþeyr miðað við ýlduhauginn Viðreisn.

Og læt eg hér með lokið stjórnmálapistli mínum í tilefni áramóta og enn einnar sorglegrar skoðanakönnunar.

Gleðilegt ár, skepnurnar mínar.


mbl.is „Frjálslyndu umbótaflokkarnir“ með 47%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband