Leita í fréttum mbl.is

Stórhneyksli í uppsiglingu og tillaga um snjallt fyrirkomulag kjaradeilna

xb1.jpgEkki er fríður flokkurinn sem sækist eftir stöðu ríxsáttasemjara. Frá bæjardyrum langflestra er hópurinn hreint hneyksli, því aunginn umsækjenda er hæfur til verksins, fjarri því. Og svo ætlar ráðherranefnan, þessi með geldingatengurnar sem var svo ógurlega róttækur að hann varð að ganga í Framsóknarflokkinn, að skipa Gissur Pétursson formann sokallaðrar hæfnisnefndar! Það virðist alveg hafa farið framhjá ráðherragægsninu, að Gissur þessi er öldungis óhæfur og hefir aldregi verið hæfur til nokkurs hlutar.

En Gissur hefir víst átt upp á pallborðið hjá gömlu Framsóknarmaddömunni, en sú góða kona efir nú um langan aldur verið gjörsamlega elliær, geggjuð og stórbiluð. En hvað um það, þá hefir sú gamla gert Gissur að dekurdýri sínu, sona eins og Hauk Ingibergsson og fleiri af því tagi. Það heyrir nefnilega til stefnu Framsóknarflokksins og Maddömunnar að hafa eins marga kostur er af sínum vitagagnslausu þúfutittlingum í áskrift að launum hjá ríki og bæ. Það þarf ekki að taka fram, að allir eru þessir framsóknardindlar því marki brenndir að gera mun meira ógagn en gagn.

xbOg fyrst staðan er þannig, að aunginn ríxsáttasemjari er í sjónmáli, þá er auðvitað hyggilegast að hafa aungvann soleiðis sáttasemjara, en aðiljar kjarasamninga muni láta aflsmuni ráða í ágreiningsefnum. Við getur hugsað okkur að Bandaríkja-Solveig kæmi með her slagsmálamanna á vettvang til að semja við Dag og Reykjavíkurborg. Það þarf ekki mikinn spámann til að sjá, að jötnar Bandaríkja-Solveigar mundu verða fljótir að flengja bölvuð raskötin af Degi, Líf og þeim hinum sem eru í slagtogi með þeim og aunginn veit hvað heita. Þessi aðferð er sérlega snjöll, þar sem hún útrýmir kjaradeilum með öllu, og lýðræðisleg er hún, þar eð hinn sterki meirihluti mun ráða kjarasamningum og koma snötum atvinnurekenda, ríkis og bæjar í skilning um að þeirra hlutverk sé einungis að halda kjafti og skrifa þegjandi og hljóðalaust undir það sem að þeim er rétt.   


mbl.is Sex sækjast eftir stöðu ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband