Leita í fréttum mbl.is

Þá drógu þeir upp konu nokkra og sögðu hana vera þingmann

hestar.jpgAlltaf kemur okkur skrælingjunum sitthvað á óvart. Nú hafa þeir dregið upp konu nokkra og okkur sagt hún sé þingmaður, gott ef ekki þingkona í ofan á lag. Þeir kalla hana Líneik Önnu og setja meira að segja inn mynd af viðkomandi til að sanna sitt mál og að Líneik Anna sé til í raun og veru. Þessi opinberum gerir það að verkum, að upp í hugann kemur kvæðisstubbur, orktur af nóbellsskáldi: ,,Líneik veit ég langt af öðrum bera, létta hryssu í flokki staðra mera." Enn fremur minnir þetta okkur á munnsöfnuð verkalýðsforingjans í kvenfélaginu Eflingu, en hún talar um ,,tæfur og hryssur" í pistli dagsins hjá sér. 

Og létta hryssan úr flokki hinna stöðnu mera hneggjar umsvifalaust við stall þann einkennilega boðskap, að ,,svörin drekki spurningarnar ágætlega." Ég veit ill hvað fólki finnst um svona talsmáta, en sumum gæti þókt hann tvíræður, ef ekki klámfenginn undir rós. Svo segir hin nýfundna þingkona, að eðlilegt sé að fá Samherjann Stjánajúl á fund til að spurja hann út í Samherja. Betur hefði karlkyns þingmenni Framsóknarflokksins ekki komist að orði. En hvar hefir þú verið öll þessi ár, Líneik mín létta hryssa?

Þá kemur eins og kallaður upp í hugann Framsóknarmaðurinn á spóafótunum. Hann kom einn morguninn töltandi heim til sín á nærbuxunum einum fata neðan mittis, en í hvítum, ermalausum bol að ofanverðu og með brúnan hatt á höfðinu. En niður úr nærbuxum Framsóknarmannsins stóðu ógnarlangi og örmjóir spóafætur hans og maður fékk undir eins á tilfinninguna að þessir veiku fætur mundu hrökkva þá og þegar í sundur eins og eldspýtur undan þunga yfirhelmings mannsins, Framsóknarmannsins. Og kona tók á móti honum í eldhúsdyrunum og barði hann með gúmmíslöngu eins og hund og læsti hann so inni í miðstöðvarkompunni, einan og yfirgefinn. Frú Ingveldur lætur nefnilega ekki líðast á sínu heimili að húsbóndinn komi heim eins og fuglahræða eftir næturlanga fjarveru af heimilinu. 


mbl.is Svörin dekka spurningarnar ágætlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband