Leita í fréttum mbl.is

Draumurinn og axarskaftið í Nauthólsvík fór illa í blessaða konuna

galgiÞegar frú Ingveldur vaknaði í morgun var hún rottimbruð og út hófi stygg á geðsmunum. Hún lét það verða sitt fyrsta verk þarna í morgunsárið að lúberja Kolbein eiginmann sinn sofnandi í rúminu og kasta honum æpandi af skelfingu fram á gólf. Ástæða harkalegrar vöknunar frú Ingveldar var óþverra draumur sem hana dreymdi undir morgun og hrökk upp af.

Frú Ingveldi dreymdi sem sé, að nokkuð margar persónur af betra standi, sem frú Ingveldur hefur velþóknun á, höfðu verið handteknir og dæmdir til hengingar, og hún hafði verið viðstödd aftökuna og horfði bálill að horfa á máttarstólpa þjóðfélagsins dingla í snörunni. Og um leið og henni tókst að rífa sig frá svefninum haldlagði hún Kolbein, sem fyrr segir, misþyrmdi honum, en allt í hófi samt og Kolbeinn fékk bara kúlu á ennið, blóðnasir og vinstri úlnlið úr liði. Á eftir hringdi hún í aldavinkonu sína, þá margfrægu kvinnu Máríu Borgargagn, og sagði henni að hún hefði veitt djöflinum Kolbeini snemmbúna ráðningu og kvikindi hefði hlaupið skrækjandi til læknisandskotans. 

Þegar Kolbeinn hafði hypjað sig opnaði frú Ingveldur tölvuna og sá hina hrollvekjandi frétt af fjármálalegri framúrkeyrslu borgaródáma í Nauthólsvíkurbraggamálinu. Hún hrækti á tölvuskjáinn, í fullvissu um að þarna hefði verið framinn ófyrirgefanlegur stórglæpur og fyrir augum hennar dönsuðu hengdu stertimennin, skýrt og greinilega í snörum sínum. Þarna í stólnum tók frú Ingveldur þess dýran eið, að hefna grimmilega þeirra er hengdir vóru í draumi hennar, og búa svo um hnútana með dyggri aðstoð góðra manna og kvenna, að braggabófarnir muni fá makleg málagjöld fyrir verk sín ill, spillt og glæpsamleg. Svo hringdi hún í Ólaf trésmíðameistara og bað hann reisa fyrir sig sterkbyggðan hengingargálga að húsabaki við hús þeirra hjóna.


mbl.is Skjalavarsla vegna braggans ekki í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband