Leita í fréttum mbl.is

Dagur er búinn að vera, bættur sé skaðinn, og aunginn Holuhjallinn meir

Jæja, þá er Dagur og hans fylgitungl búin að vera, bættur sé skaðinn. Nú er sem sé opinbert, það sem margir þrátt fyrir allt vissu, að Samfylkingin er á móti láglaunafólki, verkafólki og öreigum, sömuleiðis vill efrimillistéttarfémínístaflokkurinn VG ekkert af láglaunafólki vita, að ekki sé talað um viðrinisflokka á borð braskaravinina í Viðreisn og Pírata. Trúlega verða Dagur og Holuhjallinn knúðir til að segja af sér, ef ekki með tiltölulega góðu þá með illu. Það er ómögulegt að segja hvað Stenngrimur Johoð gerir við Líf, en sennilega fær hún að sulla áfram í ráðhúsinu, engum til gagns. Um Viðreisn og Pírata er ómögulegt að spá, því það fólk er ekki þekkt fyrir að vita á hvorum endanum það stendur.

rat1.jpgÞegar frú Ingveldur var spurð um borgarstjórnarmeirihlutann þá svaraði hún þeirri spurningu að bragði með því að segja, að móðir sín og amma hefðu verið vanar að sópa nagdýraplágum út með strákústi elligar hrísvendi. Fleira hafði frú Ingveldur ekki um málið að segja. Máría Borgargagn frýjaði sig allri ábyrgð á borgarstjórn þar eð Framsóknarflokkurinn ætti ekki borgarfulltrúa. En frú Vigdís Hauksdóttir fór á kostum á borgarstjórnarfundinum í gærkveldi og skildi Dag, aumingjann svorna eftir, í valnum, hálfdauðan af skelfingu. En hún vill heldur ekkert með launahækkun til leikskólafólks að gera, ekki fremur en finngálknin óborganlegu í Sjálfstæðisflokknum. Það eru aldeilis kynleg númer og til einskis góðs líkleg.

Hitt er svo aftur alvarlega mál, að aftur og aftur hefir framkvæmdastjóri Eflingar, mannpeð sem aunginn hefir kosið til eins eða neins, verið dreginn til viðtals í útvörpum og sjónvörpunum í dag til að ræða stöðuna í kjaraslag Eflingar í leikskólum. Auðvitað á formaðurinn að svara fyrir málefni Eflingar á opinberum vettvangi, en ekki einhver náhvít vofa utan úr bæ, sem aldrei hefir komið út fyrir bómullarhjúp háskólalóðarinnar; þessháttar drengur á að vera ofan í skólatöskunni hennar Katrínar Jakobsdóttur en ekki að glamra um stöðuna í kjaramálum þegar aðrir heyra til; hann getur spjallað við sjálfan sig um þessháttar mál sem koma honum ekki við inni á klósetti heima hjá sér.


mbl.is Vilja ekki horfast í augu við staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband