Leita í fréttum mbl.is

Kata og Bjarni kætast saman, öskra og veina gaman gaman!

war1_1245129.jpgÍ dag er glatt í döpru hjarta Katrínar okkar hérna Jakobsdóttur forsætisráðherra því von er á 900 dátum, sem ætla að heiðra okkur Íslendinga með því að æfa hér nokkra vel valda stríðsleiki og morðárásir. Ég ætla ekki að tíunda það frekar hvað okkur Íslendingum líður alltaf fjarska vel þegar amríski stríðsguðinn blæs til æfinga, okkur til gottgjörelsis.

Svo verður gert hlé á æfingunum og dátunum hleypt út í guðs græna náttúruna með sprútt í brjóstvasanum og dátabrækurnar á hælunum. Það er því óhætt fyrir framgjarnar stúlkur á Íslandi að taka fram sparinærbuxurnar eða stampa hreinlega allri nærhaldanotkun því dátar eru önnum kafnir menn og kunna illa við allt sem kann að trufla þá. En aðal atriðið er, að það verði fjör og fútt og Fjallkonan tapi pilsgopanum í blágrýtisurð, sbr. ljóðið: ,,Hann lagði hana á bakið í blágrýtisurð."

Hitt aðalatriðið er að Katrín, Stenngrimmur og Swabbó, ásamt Bjarnaben og litlu frauken Alfredósen, njóti nærveru NATÓ-piltanna, sem eru svo undur fórnfúsir og alminnilegir í sér, að vernda þau fyrir fáeina aura frá hryðjuverkamönnum, flóttamönnum, kommúnistamönnum, hælismönnum, Múhámeð spámanni og hans liði. En síðast en ekki síst fyrir Djöflinum sjálfum og hyski hans, sem situr um mannanna sálir og sigur af hólmi ber. Ha?  


mbl.is 900 manna herlið væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband