Leita í fréttum mbl.is

Djöfullinn er það piltar

eldur5Já, drengir mínir, í dag er málum svo háttað, að það er ekki eitt heldur allt sem leggst yfir okkur af fullum þunga. Ofan á stórbilaða ríkisstjórn höfum við hreppt drepsótt frá Asíá, og yfirvofandi eru fjöldagjaldþrot sem verða til þess að fólk fer á vergang; hamfarahlýnun sem hótar að leggja allt líf á jörðinni í rúst; í Guðs eigin landi, Bandaríkjunum, ríkir rúmlega galinn forsetaseppi og nú síðast réðist ofboðslegur jarðskjálfti á suðvesturhornið okkar hér á Íslandi. Þetta getur ekki farið vel.

Ofan á þessa óáran eru frú Ingveldur og Kolbeinn, maður hennar, komin í sóttkví, þannig að ekki er hægt vænta bjargráða úr þeirri átt á næstunni. Nú bíðum við bara eftir öllum eldgosunum, sem eru í starholunum, móðuharðindunum hinum síðari, stóru-bólu, svarta dauða og skógareldunum, sem munu kvikna hér út um allt með vorinu. Til viðbótar þessum hörmungum er næsta víst, að Djöfullinn, - já, sjálfur Erki-Djöfullinn, - muni exítérast oss og misþyrma oss og drepa og fara að lokum með oss öll til Helvítis. 

En meðan á öllu þessu gengur, grénja sægreifar og samherjar stórum tárum yfir því að fá ekki heimild stjórnvalda til að drepa síðustu loðnuna. Ferðamannaiðjubraskararnir eru þegar komnir á hnén og veina eins og kvaldir púkar eftir péníngum ríkissjóðs, öllum. Og gjörvallt auðvaldið veinar og emjar af skelfingu, því það óttast að svelt í hel. Æ, hvað er eiginlega orðið um góðærið, ferðalögin, steikurnar, vínið, kókaínið? Ég er viss um að það var hér allt í gær ... 



mbl.is Jarðskjálfti upp á 5,2 stig á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband