Leita í fréttum mbl.is

Hans kenning var að hárgreiðslustofur væru pervertismi

launmorðVið munum víst öll eftir honum Árdal Karlssyni hugsuði og þúsundþjalasmiði. Hann hafði skoðun á flestu, eða öllu, meðan honum entist aldur til. Eitt mörgu frumlegu sem hann bar á borð fyrir fólk var sú ,,staðreynd", sem hann kallaði svo, að hárgreiðslustofur væru pervertismi, og það meira að segja mjög svæsinn. Máli sínu til stuðnings sagði hann gjarnan sögu, sem hann fullyrti að frændi sinn fyrir austan hefði sagt sér í trúnaði.

Það verður að segjast eins og er, að saga frændans er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þær greinar pervertismans, sem langflest fólk hefir megnustu óbeit á. Svo barst konunni, sem rak hárgreiðslustofu við sömu götu og Árdal Karlsson bjó, hin róttæka kenning hans til eyrna. Fyrst féll henni allur ketill í eld með þeim afleiðingum að hún lokaði stofu sinni í þrjá daga. En svo áttaði hún sig á því, að svona áburði og ærumeiðingum verður að mæta af miklum þunga. Og því fór sem fór.

Næsta dag var heldur en ekki handagangur í öskjunni í götunni hans Árdals Karlssonar, því hann fannst allt í einu dauður á miðri gangstétt, um það bil tuttugu faðma frá heimili sínu. Þegar betur var að gáð kom í ljós að það var gat eftir byssukúlu á hnakkanum á honum og annað gat undir hökunni, þar sem kúlan hafði bersýnilega farið út. Það var farið með þetta óhuggulega mál eins og mannsmorð og það rannsakað eftir öllum kúnstarinnar reglum, en án árangurs, morðinginn fannst ekki og eiginlega lá aunginn alminnilega undir grun. Það var svo árum síðar, að hárgreiðslumeistarinn við götu Árdals gjörði játningu fyrir presti og fulltrúa sýslumanns, þess sérkennilega efnis, að hún sjálf hefði skotið þetta óþverraskrímsli í hnakkann fyrir ærumeiðandi áróður. Svo geyspaði hin aldraða frú golunni með bros á vör og södd lífdaga.  


mbl.is Klippt og litað til miðnættis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband