Leita í fréttum mbl.is

Gríðarleg tækifæri og áskoranir með samlegðaráhrifum í Laxá

asjo1.jpgSkal nú aungvann undra þótt Laxárfélagið hafi hætt með Laxá, því þar hefir fjandkornið ekki fengist bein úr vatni í mörg mörg herrans ár, fyrir utan slæðing af illfiski á borð við marhnúta og þessháttar dót. Ástæðan fyrir gríðarlegu tregfiskiríi í Laxá er ekki ofveiði, sem slík, heldur draugagangur. Eitt vorið urðu menn varir við að nykur var kominn í ánna og farinn að éta upp laxinn í bestu hyljunum. Einhver durgurinn kom með byssuhólk og skaut á nykurinn, en það dugði nú lítið, því nykurinn gekk bara á land og hafði endaskipti á byssumanninum og skildi aðeins eftir helminginn af karlinum, hinn helminginn át nykurinn.

Um draugaganginn í Laxá er það að segja, að hann sýndi sig helst í því, að einhver kom aftan að veiðimönnunum, sennilega vofa eða uppvakningur, og hrinti þeim út í ána. Við þessar aðfarir drukknuðu sumir, en hinir, sem komust upp úr, misstu vitið. Þannig var ástandið orðir þegar yfir lauk og því sjálfhætt fyrir Laxárfélagið að hafa fyrir því að vera með þessa ólukkans sprænu á sínum vegum. Enda var félagið orðið fámennt eftir öll afföllin af félagatölunni.

En eins manns dauði er annars brauð. Náttúrlega. Því þó svo að Laxárfélagið hafi dagað uppi, ef svo má að orði komast, þá kemur félag í stað félags. Nú hefir það sem sé orðið að ráði, að Félag botnvörpueigenda taki Laxá traustataki og nytji hana með veiðarfærum sem ættu að duga. Þeir ætla með botnvörpu í Laxá í sumar og hyggja gott til glóðarinnar. Með dráttarvélar á sinn hvorum bakkanum munu þeir draga botnvörpuna millum sín, upp og niður ána. Ekki dregur úr veiðivonum botnvörpunga, að talið er að stórar torfur þorsks hafi hlaupið upp í Laxá í aprílbyrjun til hrygningar. Fari allt að óskum, munu skapast mörg tækifæri og gríðarleg í Laxá á næstu árum, því til stendur að sleppa ýsuseiðum í milljonatali í Laxá í haust, sem munu skila sér upp í ána í soðningarstærð eftir þrjú fjögur ár. 


mbl.is Hætta með Laxá í Aðaldal eftir áttatíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband