Leita í fréttum mbl.is

Ekki fékk Jón stjúdent atvinnuleysisbćtur, enda sókti hann ekki um soleiđis

father.jpgHvađa gjald er ţetta ,,atvinnuleysistryggingagjald", sem talsmenn stjúdenta fullyrđa ađ margir stjúdentar greiđi af atvinnutekjum sínum? Er ţetta sérstakt gjald, sem stjúdentum stendur til bođa, en virđist samkvćmt talsmönnunum ekki veita nein réttindi til neins? Ef forsvarsmenn stjúdenta eiga viđ tryggingagjaldiđ, sem atvinnurekendur greiđa sem hlutfall af launagreiđslum, ţá má ljóst vera ađ stjúdentar borga ekki ţađ gjald fyrir ţá sem ţeir hafa veriđ ađ vinna hjá. En vera má, ađ til sé ,,atvinnuleysistryggingagjald fyrir stjúdenta, en ţađ vitum viđ ekkert um. Ţađ eina sem viđ vitum er, ađ til ađ fá atvinuleysisbćtur skal hinn atvinnulausi skila inn vottorđi frá atvinnurekanda um ađ viđkomandi hafi veriđ í vinnu síđustu 12 mánuđi, vinnuhlutfall og svo framvegis.

Svo sem frćgt varđ á sínum tíma fór Jón stjúdent á vetrarvertíđ til sjós forđum daga, áđur en hann hóf háskólanám. Hann fór sćmilega heilsuhraustur um borđ í vertíđarbátinn í byrjun janúar, en fór frá borđi í vertíđarlok andlegur og líkamlegur krypplingur. Ţegar Jón auminginn var ađ skjögra upp bryggjuna međ sjópokann sinn og búiđ ađ ţrífa lestina og stíuborđin, kom skipstjóri hans ađvífandi og sparkađi firnafast í rassgatiđ á Jóni í kveđjuskyni, svo hann skutlađist eina tvćr eđa ţrjár bíllengdir upp eftir bryggjunni. Um haustiđ hóf Jón stjúdent nám í guđfrćđideild Háskóla Íslands, án ţess ţó ađ hafa veriđ á atvinnuleysisbótum um sumariđ. Á tilsettum tíma tók Jón embćttispróf og lét vígja sig til ofurlítils prestakalls úti á landi.

Ţó svo sóknarbörnin vćru ekki ýkjamörg, ţá kom ţeim fljótt saman um, ađ ekki vćri allt eins og ţađ ćtti ađ vera í höfđinu á nýja prestinum, sem bysskubbinn hafđi veriđ svo vinsamlegur ađ senda ţeim. Ţegar séra Jón stjúdent sté í stólinn ţá hóf hann undantekningalaust ađ tala um ađ lífiđ vćri eins og löng sjóferđ í öskubyl og ofviđri í ógnarlegu sćróti. Aldrei minntist séra Jón á Frelsarann í rćđum sínum, ekki heldur Guđ, en ţeim mun oftar nefndi hann skipstjóra nokkurn, sem allt útlit var fyrir ađ vćri sálarlaus óvinur mannkynsins, fantur og kvalasjúkur andskoti, sendur af Djöflinum sjálfum í Helvíti, til ađ sýna heimskum mönnum, ţar á međal stjúdentum, ađ lífiđ er aunginn fjandans dans á rósum. Inn á milli smeygđi ţessi vorkunarverđi klerkur og stjúdent sögum af ástum, slagsmálum og víni í lífi hins vonda skipstjóra og virtist í ţeim efnum af nógu ađ taka. Prestskap Jóns stúdents lauk međ ţví ađ fariđ var međ hann á vitfirringahćliđ eftir ađ hafa afplánađ í fangelsi.

Međfylgjandi mynd er af séra Jóni stjúdenti, tekin sama dag og hann var sviptur kjóli og kalli, ţá var hann ađeins fertugur ađ aldri.


mbl.is Vilja „sama öryggisnet fyrir allt vinnandi fólk“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband