Leita í fréttum mbl.is

Hefjum sinuelda aftur til vegs og virđingar

eldurEkki viljum vér vera minni en ţau lönd ţar sem skógareldar geysa. Ţví miđur höfum vér ekki enn nćgilega skóga til ađ kveikja í svo af verđi skógareldur. Nei nei. Gömlu mennirnir, forfeđurnir, glćpaurtirnar frá Norđvegi, létu ţrćla sína írska og skoska höggva landnámskóinn niđur í brenni og til kolagerđar. Síđan hefir veriđ fátt um elda í skógum hjá oss. Ţeir kalla ţennan hégóma í Norđurárdal ,,gróđurfarselda" eđa eitthvađ ámóta skammarlegt. Enn skammarlegra er ţó ađ ónáđa slökkviliđsmenn međ ţví láta ţá eltast viđ auvirđilega sinuelda og sviđnan á mosaţembum.

Í ţá gömlu góđu daga, ţegar allt var gott og blessađ og fólkiđ vinnusamt og guđhrćtt, var mađur sendur tíu ára og ţar um kring međ eldspýtustokk út á mörkina til ađ kveikja elda í sinu. Ţetta var vandaverk, sem skyldi haga ţannig ađ girđingarstaurarnir mundi ekki verđa eldinum ađ bráđ. En stundum varđ lítt viđ ráđiđ og nokkrir girđingarstaurar voru ađ leik loknum eins og illa farnir eldibrandar. Ţegar vindátt var hagstćđ kveikti mađur upp rétt fyrir ofan sjávarmál, en síđan sá golan um ađ láta heilu fjöllin standa í ljósum logum og reykurinn sást í öđrum héruđum. Já, mađur hugsađi sér oft gott til glóđarinnar međ Búlandshöfđann á vorin og indćlt ađ sjá hann hverfa um stund í eldtungum og ţykkum reykjabólstrum.

Nokkrum dögum eftir ađ sinan og mosadrullan voru brunnin var hlíđin orđin vel grćn eins og upplitađur framsóknarskrokkur á Klaustri og fuglarnir réđu sér ekki fyrir kćti og byrjuđu ađ verpa í ţúfnakollum, sem fyrir skömmu síđan voru brunarústir einar. Ţegar lambfénu var sleppt út í frelsiđ vóđ ţađ ţegar upp ţangađ sem eldurinn hafđi logađ glađast og lömbin, ţá lítil og óćt, átu sína fyrstu magafylli af splunkunýju grćngresi. Um haustiđ vóru ţau orđin gríđar stór og feit svo lýsiđ bókstaflega lak af af lćrum ţeirra og síđuhuppum ţegar ţau vóru orđin ađ hangiketi á jólunum.


mbl.is Mikil eyđilegging í Norđurárdal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband