Leita í fréttum mbl.is

Trump er ekki veikur maður, hann er allt annað og verra

naut1.jpgEkki er nú Dónaldur veikur maður að öðru leyti en því að hafa orðið afdankað íhaldsnaut og péníngagéðsjúklingur, vitgrannur og að sama skapi fáfróður. Það er allt og sumt. Því miður er Dónaldur ekki einn um að vera innréttaður á þennan hátt, hann á sér ótölulegan fjölda þjáningarbræðra, sem ráða helst til miklu í veröldinni og hafa gert hana að ræningjabæli. Það hefur því aungin minnstu áhrif, eða tilgang, að dæma Dónald Trump bandaríkjaforseta kleppara og hælismat. Það væri nær að skoða fordómalaust og ofan í kjölinn það þjóðskipulag, sem getur af sér apparat eins og Trump í forsetastól. Eitt liggur þó ljóst fyrir strax, en það er að nauðsynlegt er að leggja slíkt samfélagsskipulag af og taka upp nýtt.

Hér á Íslandi á Dónaldur Trump töluverðan fjölda aðdáenda, einkum í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. Það kemur ekki beint á óvart, að þeir klausturmenn í Miðflokknum líti með lotningu upp til Trumpsins og leggi sig fram um að temja sér heimskulegan kjaftavaðal að hans hætti. Það vekur heldur aungva undrun, að nýi Sjálfstæðisflokkurinn, þessi sem skaust alskapaður fram á sjónarsviðið í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar, sé hugfanginn af Dónaldi og heimskupörum hans, því Trump er holdgerfingur nýfrjálshyggjunnar og skilgetinn afkomandi hennar.

Dónaldur Trump, nýfrjálshyggjan, Miðflokkurinn og Nýi Sjálfstæðisflokkurinn eru skaðræði fyrir hvurt ríki þar sem þessi fyrirbæri fá að skjóta rótum. Skemmdarstarfsemi og eyðileggingin af völdum þessara skaðvalda birtist okkur gjarnan, eða öllu heldur undantekningarlaust, sem andlegt og siðferðilegt niðurbrot samfélagsins þar sem slíkur óþrifnaður hefir fengið að leika lausum hala. Stóraukinn ójöfnuður ásamt tilheyrandi sárafátækt vissra þjóðfélagshópa, mikið minna umburðarlyndi, úrkynjuð athyglissýki einstaklinga, sjúkleg græðgi og sí-vaxandi fáfræði og heimska, í tækniþjóðfélaginu miðju, eru ær og kýr Trumpanna og nýfrjálshyggjunnar, sem aldrei eru mældar í hagtölum hins opinbera, enda hafa Trumpin ekki hinn minnsta áhuga á þessháttar stagli.


mbl.is „Donald, þú ert veikur maður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Trump hefur sér það til ágætis að vera réttkjörinn forseti í samræmi við kosningalöggjöf heimalandsins.
Í rauninni má hann því haga sér eins og hálfviti, eins og þú segir, en ekki má gleyma því að hann er fulltrúi annars af tveimur stjórnmálaöflum lands síns. 
Nú er mótframbjóðandi hans í komandi kosningum elliær og tilheyrir sá hinu aflinu - vel má vera að kjósendur almennt velji þann ágalla frekar en hinn. 
Sjáum bara til - ekki getum við haft nein áhrif á útkomuna hvort sem er.

Kolbrún Hilmars, 21.5.2020 kl. 12:13

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Í Bandaríkjunum hefir lengi ríkt tveggja flokka einræði og alræði, sem að sjálfsögðu er mjög varhugavert ástand.

Jóhannes Ragnarsson, 21.5.2020 kl. 12:20

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt.  Þannig lagað skiptir ekki máli hvernig forsetinn er, það er alltaf flokkurinn bak við hann sem ræður á endanum.
En það hefur verið gaman að fylgjast með framferði Trump og þegjandi samþykki republika.  :)

Kolbrún Hilmars, 21.5.2020 kl. 13:21

4 Smámynd: Hörður Þormar

Donald Trump er af fátæku fólki kominn, sem barðist fyrir lífi sínu.

Móðir hans, Mary Anne MacLeod, er frá Tungu í Ljóðhúsum, en þaðan munu margir forfeður okkar einnig vera komnir. Kannski eigum við ýmislegt sameiginlegt með Donald Trump:                 Living on a Croft (1986)               

Hörður Þormar, 21.5.2020 kl. 17:25

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Eflaust eru flestir komnir af fátæku fólki að langfeðgatali, en það breytir ekki neinu varðandi Dónald, hann er og verður jafn vitlaus eftir sem áður. En Trumpið er blessunarlega ekki alinn upp við fátækt, fjarri því, enda er karlinn ekta auðvaldspauri af fremur vondri tegund.

Jóhannes Ragnarsson, 21.5.2020 kl. 19:17

6 Smámynd: Hörður Þormar

Jú, satt er það, "Dónald frændi" er víst enginn ljúflingur, getur jafnvel verið nokkuð ósvífinn ef því er að skipta.

Hann hefur þó ekki, til þessa, framið neina stórglæpi, ef undan er skilið að hann lét "myrða" fjöldamorðingja sem nýbúinn var að láta drepa hundruð eða þúsundir friðsamra mótmælenda í Íran. Enda var hann harðlega fordæmdur fyrir það um heim allan.

Ekki hefur hann enn þá farið í stríð eins og  forveri hans, friðarnóbelshafinn, Barack Obama, sem lagði Libýu í rúst með skelfilegum afleiðingum. Enda þótti hann mjög ástsæll forseti.

Ekki tel ég mig færan um að meta gáfnafar Donalds Trump, en kanadíski sálfræðiprófessorinn, Jordan Peterson, metur greindarvísitölu hans 140-150 stig og held ég að það sé bara í góðu meðallagi.

Óvíst er hvernig næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum muni fara eftir þennan faraldur sem nú geisar. Kannski verður hálf heilabilað gamalmenni kosið forseti í stað Donalds Trump. Þá mun heimsbyggðinni verða létt og margir verða glaðir.

Hörður Þormar, 21.5.2020 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband