Leita í fréttum mbl.is

Æ, það fór eins fyrir góðærinu og þyrlunni hans Ólafs bónda að Miðhrauni I.

fleng3.jpgÓsköp er nú að sjá blessaða þyrluna hans Ólafs hérna útvegsbónda á Miðhrauni I. í Miklholtshreppi á Snæfellsnesi á myndinni atarna. Hún líkist einna helst pöddu, járnsmiðsgreyi sem hefir fótbrotnað á öllum fótum hægramegin. Er ekki táknrænt, að flugtól meistarans halli sona til hægri? Og hvað hann Ólafur bóndi er búinn að þurfa að líða fyrir þyrluhrapið. Það er ekki lítið.

Nú vitum vér ekki hvort bóndinn á Miðhrauni I. er aftur kominn í loftið á helekopternum sínum og byrjaður að gera hávaða í byggð, svo volaðir búandkarlar og grettnir slordónar geti dáðst að mikilleika eins bónda og skipaútgerðarmanns, sem hóf sig upp úr aungvu í Framsóknarflokknum og varð manna ríkastur í sinni sveit. Já, hann skjögraði út úr Framsóknarfjósinu eftir að hafa oltið og bylt sér í mörg herrans ár í flórnum og mátt þola ítrekaðar skammir og flengingar af hendi gömlu géðíllu Framsóknarmaddömunnar, sem tókst þó að lokum að gjöra hann stórmenni. En um leið og Ólafur niðursetningur í Framsóknarfjósinu komst undir bert loft hóf hann sig til flugs. Þeir sem viðstaddir voru sögðu síðar, að brottför Ólafs hefði í öllu líkst uppstigningu Frelsarans um árið. 

En mikill þó bölvaður ekkisins flóðgöltur er nú helvítið hann Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður; hann er svíðingur, mannhelvítið. Þegar menn voru að einkavæða, selja banka, láta kaupfélögin hverfa og hirða upp þokkalega bita hér og hvar, þá kom Kolbeinn sér í aðstöðu til að taka prósentur af öllu sem gerðist í veislunni góðu þegar menn átu gull og græddu á daginn og grilluðu sosialista á kveldin og snæddu þá með hvítvíni og humrum. En mikið urðu þau sæmdarhjón, frú Ingveldur og Kolbeinn rík á einkavæðingunni, góðærinu og öllu þessu fjarska góða, sem endaði með Hruni. Það fór sem sé líkt með góðærinu og þyrlunni hans Ólafs bónda að Miðhrauni I., hvort tveggja endaði niður í urð eftir leiðindafall.

Myndin, sem þessu tilskrifi fylgir, er teikning Kolbeins Kolbeinssonar af gömlu Framsóknarmaddömunni og Ólafi bónda á uppalningsárum hins síðarnefnda.


mbl.is Rannsókn á þyrluslysi Ólafs Ólafssonar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband