Leita í fréttum mbl.is

Hvurjir mættu og hvurjir mættu ekki?

x22Auðvitað kom fjöldi manns saman á Austurvelli til að mótmæla illum lögregluprjónum í Amríku, en þó samt einkum og sérílagi þeim abelsínugula í Hvíta húsinu. Annars hefir aldrei virkað neitt að mótmæla sauðnautum, þau halda áfram ínu bauli hvað sem tautar og raular.

En varðandi mótmælin á Austurvelli brennur mest á oss hvurjir mættu þar og hvurjir mættu ekki. Mætti til dæmis skarfurinn á Bessastöðum?; eða Bjarniben og Samherjarnir? Og hvernig er með Sigmund Davíð, Sigurð Inga og samherjatelpuna Katrínu Jakkó? Mættu þau? Nei, ætli nú það, - þeim þykir mikilvægara að móðga ekki þann abelsínugula fyrir vestan. Svo getur allt eins vel verið, að fyrrgreint fyrirfólk styðji í raun og sann þann abelsínugula og alla Hálfdánana Varðstjóra, sem hafa sér til dundurs að fella blámenn vestur í Bandaríkjum Norður Amríku.

Hér í siðmenningunni á Íslandi hefir Hálfdán Varðstjóri beðið í allan dag eftir mótmælunum, en hann gaf sínum mönnum skipun um að færa sér að minnsta kosti einn mótmælanda eftir mótmælafundinn. Hálfdán Varðstjóri telur nefnilega og trúir því, að handfjötlun hans á mótmælendum og öðrum slíkum undirmálslýð hafi þau áhrif, að sá fénaður hugsi sig tvisvar um áður en það leggur aftur leið sína niður á Austurvöll.



mbl.is Fjöldi fólks kominn saman á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband