Leita í fréttum mbl.is

Hvað í ósköpunum er kennt í Giljaskóla?

ast.jpgGiljaskóli? Hvað er nú það? Kunningi minn, gagnmenntaður maður, prófessor, doktor og dúx, sagði már að Giljaskóli væri auðvitað skóli þar sem börnum, unglingum og fullorðnum sé kennt að gilja, með öðrum orðum, er þetta námsbraut þar sem nemendur eru leiddir í allan sannleikann um æxlun, einkum mannfólks. En ég er ekki viss um að kunningi minn hafi á réttu að standa. Þetta gæti líka verið jólasveinaskóli þar sem viðskipta- og hagfræðingar eru þjálfaðir í að vera giljagaurar, en hingað til hefir þó ekki þurft á sérskóla að halda til að ná jólasveinanáttúrunni fram í viðskiptafræðingum og hagfræðingum, enda eru umræddar greinar ekki fræði; gamall og góður bóndi sagði, þegar ungur sveitungi hans útskrifaðist sem viðskiptafræðingur, að hann hefði verið sendur suður á skóla til að læra til þjófs.

Hinsvegar koma blautþurrkur ekki giljunarfræðum og giljagaurafræðum ekki beinlínis við. Við vorum einusini með svona heldur hvimleiðan þokkapilt með okkur á sjónum í gamla daga. Sá gerði sér lítið fyrir að át drukkinn upp úr heilum pakka af blautþurrkum og stíflaðist. Þegar við vórum komnir út á sjó settist piltur á klosettið því sér væri íllt í maganum. Svo sat helvítið á skálini í rúman sólarhring og neitaði að koma á dekk fyrr en hann væri búinn að kukka. Jú jú, so losnaði stíflan í belgnum á honum og allur óþverrinn geystist í kosettið, og drengurinn sturtaði niður um leið og hann hafði skeint sig með haldklæði eins okkar. Þessi helvískur lopi, blautþurrkurnar, tóku strax til sinna ráða og stífluðu nú salernisrör skipsins. Að sjálfsögðu tóku nokkrir velviljaðir menn sig til og fjarlægðu þrjótinn í hafið, áður en lagst var að bryggju. Það er náttúrlega ekki hægt að sigla með sona helvítis óþverrum.

Jú, nú hefir spursmálið viðvíkjandi skólamálið skýrst svo um munar. Giljaskóli er skóli þar sem nemendur læra á eðlunarfærin; verða, sem maður segir, fullnuma í giljagleði og eru færir um að gera dodo í frímínútunum án leiðsagnar. Og ekki er að spurja um, að sona Giljaskóli er þjóðþrifafyrirtæki, sem bæði skilar hagvexti og arði.  


mbl.is „Þörf áminning“ um blautþurrkurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband