Leita í fréttum mbl.is

Síðar seldi hann allt landið í ræningjahöndur

fall_1050199.jpgHann var helvítis þefdýr og þorpari. Ömmu sína seldi hann í ánauð til Brasilíu og þar mátt gamla konan praktíséra til andlátsstundar. Um þetta fékkst aunginn; Ríkisútvarpið þagði þunnu hljóði og öðrum fjölmiðlum stóð hjartanlega á sama; það var litið á athæfið sem vel heppnaða auðgunaraðgerð. Síðar seldi hann allt landið í ræningjahöndur, án þess nokkur gæti rönd við reist. Bæjarstjórar og bankastjórar luku lofsorði á manninn og framtak hans, það var frjálst framtak, það var einkaframtak.

Einn morguninn lá hrappurinn fyrir neðan tröppurnar í fjölbýlishúsinu. Hann var aldeilis stein - steindauður, þegar að var komið, klæddur pilsi og með brjóstahaldara!. Hvaða erindi hann hafði á í fjölbýlishúsið hafði aunginn hugmynd um, - ja, nema sá sem ýtti á eftir þrælnum niður tröppurnar, en nafni þess sómamanns verður ekki getið, þó svo það ætti að vera uppi með þjóðinni og á hvurs manns vörum meðan land byggist. Svo og settust menn í efri stéttum á rökstóla og sömdu hugnæma historíu um burtköllun þorparans og tókst svo vel til, að síðan hefir hann verið píslarvottur í huga þjóðarinnar. Samt sagði þessi mannaumingi aldrei orð af viti og það sem hann vann var til óheilla og ama.

Ekki létu betri menn og konur þjóðfélagsins þar við sitja heldur létu ríkissjóð reisa líkneski út um borg og bí af svíninu. Einnig byggðu þeir skóla í hans minning, og skip var heitið eftir honum. Og djúpt neðan allra djúpa býr sannleikurinn, hroðalegri en orð fá lýst. En sá er hratt helvítinu niður tröppurnar, með þeim blessunarlega árangri að karlfíflið hálsbrotnaði, ber harm sinn í hljóði, en gleði í sinni fyrir að hafa unnið þjóðþrifaverk. 


mbl.is „Náttúrulega svakaleg heimska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband