Leita í fréttum mbl.is

Aspir eru til ýmislegs gagns og gamans

hangiŢá var séra Atgeir p. Fjallabakssen séđari ţegar hann, af sinni alkunnu snyrtimennsku, lét hengja bölvađan ţrjótinn í öspinni. Ţađ var betri nýting á asapartré en ađ ráđast ađ ţví međ öxi og fella ţađ. Mannauminginn, sem séra Atgeir lét hengja, hafđi gerst margsekur um ölvun og hórdóm. Međal annars lýsti séra Atgeir ţví yfir í stólrćđu, ađ ţrjóturinn hefđi komiđ af stađ brókarsótt međal kvennpéningsins í hérađinu; sóttin hefđi smitast út eins og ţrálát veirusýking og mörg heimili hefđu legiđ í rúst eftir ófögnuđinn.

Ţegar ţeir embćttuđu kauđa, sendi oddvitinn lipran strák međ spotta og talíu lengst upp í öspina. Talíuna batt hann rammlega viđ trjástofninn og renndi síđan hengingarólinni gegnum talíuna niđur á jörđ. So hnýtti oddvitinn dágóđa snöru á annan endann međan séra Atgeir blessađi verki og söng dálítinn stúf úr sálmi yfir snörunni. Ţar nćst var lykkjunni smokrađ yfir höfuđ glćpamannsins og mátuđ viđ hálsinn á honum. Ţá var ekki annađ eftir en gefa drengjunum skipun um ađ leggjast á lausa endann og draga fantinn upp međ trjábolnum, alla leiđ ađ talíunni. En ţorparinn var vondur og sálarlaus og hengdist ekki svo glatt. Er upp var komiđ vafđi ţetta sérstaka ómenni löppunum utan um trjábolinn, reif spottann úr höndum ţeirra sem niđri voru, smeygđi snörunni af hálsinum og renndi sér niđur á jörđ. Skipti nú fljótt veđur í lofti, ţví ţrjóturinn flaug á strax á séra Atgeir og barđi hann í nefiđ, svo hjartablóđ ţess annálađa vćrđarklerks spýttist í allar áttir. Svo hvarf hiđ illa óbermi sjónum manna.

Nú má vel vera, ađ mađurinn á Flateyri sem hjó aspirnar ţar, hafi viljađ koma í veg fyrir ađ ţćr vćru misnotađar af heimamönnum til ađ hengja međbrćđur sína. Annađ eins hefir gerst, eins og rakiđ er hér ađ ofan. Ţá er algengt ađ strákar í indjánaleik eđa fornmannaleik klifri upp í tré međ boga og skjóti örvum inn um glugga fólks. Í Reykjavík laumađi strákfjandi ör af streng inn um eldhúsglugga inni í Sogum og felldi húsmóđurina, sem ţar stóđ og var ađ sjóđa graut og baka hveitibrauđ í ofninum. Ţá ađ var gćtt, var konugarmurinn dauđ á eldhúsgólfinu međ ör í gegnum hálsinn. Um ţennan atburđ orkti stjúpsonur hennar og var ljóđiđ lesiđ og sungiđ viđ útför hennar:

,,Hún fóstra gamla var ađ baka brauđ,
er barst í hana örvarpíka.
En er hún var borin í burtu dauđ
var brauđiđ ónýtt líka."


mbl.is Sektađur fyrir ađ fella níu aspir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband