Leita í fréttum mbl.is

Aspir eru til ýmislegs gagns og gamans

hangiÞá var séra Atgeir p. Fjallabakssen séðari þegar hann, af sinni alkunnu snyrtimennsku, lét hengja bölvaðan þrjótinn í öspinni. Það var betri nýting á asapartré en að ráðast að því með öxi og fella það. Mannauminginn, sem séra Atgeir lét hengja, hafði gerst margsekur um ölvun og hórdóm. Meðal annars lýsti séra Atgeir því yfir í stólræðu, að þrjóturinn hefði komið af stað brókarsótt meðal kvennpéningsins í héraðinu; sóttin hefði smitast út eins og þrálát veirusýking og mörg heimili hefðu legið í rúst eftir ófögnuðinn.

Þegar þeir embættuðu kauða, sendi oddvitinn lipran strák með spotta og talíu lengst upp í öspina. Talíuna batt hann rammlega við trjástofninn og renndi síðan hengingarólinni gegnum talíuna niður á jörð. So hnýtti oddvitinn dágóða snöru á annan endann meðan séra Atgeir blessaði verki og söng dálítinn stúf úr sálmi yfir snörunni. Þar næst var lykkjunni smokrað yfir höfuð glæpamannsins og mátuð við hálsinn á honum. Þá var ekki annað eftir en gefa drengjunum skipun um að leggjast á lausa endann og draga fantinn upp með trjábolnum, alla leið að talíunni. En þorparinn var vondur og sálarlaus og hengdist ekki svo glatt. Er upp var komið vafði þetta sérstaka ómenni löppunum utan um trjábolinn, reif spottann úr höndum þeirra sem niðri voru, smeygði snörunni af hálsinum og renndi sér niður á jörð. Skipti nú fljótt veður í lofti, því þrjóturinn flaug á strax á séra Atgeir og barði hann í nefið, svo hjartablóð þess annálaða værðarklerks spýttist í allar áttir. Svo hvarf hið illa óbermi sjónum manna.

Nú má vel vera, að maðurinn á Flateyri sem hjó aspirnar þar, hafi viljað koma í veg fyrir að þær væru misnotaðar af heimamönnum til að hengja meðbræður sína. Annað eins hefir gerst, eins og rakið er hér að ofan. Þá er algengt að strákar í indjánaleik eða fornmannaleik klifri upp í tré með boga og skjóti örvum inn um glugga fólks. Í Reykjavík laumaði strákfjandi ör af streng inn um eldhúsglugga inni í Sogum og felldi húsmóðurina, sem þar stóð og var að sjóða graut og baka hveitibrauð í ofninum. Þá að var gætt, var konugarmurinn dauð á eldhúsgólfinu með ör í gegnum hálsinn. Um þennan atburð orkti stjúpsonur hennar og var ljóðið lesið og sungið við útför hennar:

,,Hún fóstra gamla var að baka brauð,
er barst í hana örvarpíka.
En er hún var borin í burtu dauð
var brauðið ónýtt líka."


mbl.is Sektaður fyrir að fella níu aspir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband