Leita í fréttum mbl.is

Gamli Kolbeinn deyði sína konu líka með eitri - það var freyðandi eitur

gubbÞað hefir verið mesta mildi að kérlingarfólið drap ekki karlaumingjann með öllum þessum skituinngjöfum. Þannig er sagt að gamli Kolbeinn Kolbeinsson, faðir Kolbeins skrifstofustjóra og framsóknarmanns, hafi að hluta til sálgað eiginkonu sinni; karldjöfullinn fór að lauma ólyfjan út í matinn hennar, því hann var orðinn hundleiður á konunni. Blessuð konan, móðir Kolbeins og tengdamóðir frú Ingveldar, fékk hvað ofan í annað hrottafenginn spýting og kukkurinn fór út um allt.

Já, gamli Kolbeinn prófaði á láta konuna sína eta vítissóda, blástein, rottueitur og ormalyf ætlað sauðfé. Og með það sama varð konan veik og og gerði í rúmið í köstunum, en þá hló gamli Kolbeinn illyrmislega. Og eitrið freyddi í iðum hennar án afláts. Svo dó konan og þókti sumum einkennilegt. En frú Ingveldi fannst samt eitthvað ekki eins og það átti að vera og nefndi þann möguleika við son hennar, að móðir hans hefði andast af eitri, það hefði verið eitrað fyrir henni eins og rottu og nú væri hún dauð. Þetta væri vísast saknæmt og því ætlaði hún að fara til lögreglunnar. Eftir miklar málalengingar, rifrildi og þras var gamla frúin grafin upp og skoðuð. Jú, sögðu læknarnir og meinafræðingarnir, hún hefir líklega étið ótæpilega mikið af óþverra og því fór sem fór. En það fékkst aunginn botn í málið og gamli Kolbeinn óð um og lék á alls oddi eins og honum kæmi þetta kjaftæði ekki við.

Nú býr gamli Kolbeinn Kolbeinsson á dvalarheimili aldraðra, sem hann hefir vitaskuld yfirtekið, og nú ræður hann þar öllu. Fyrir nokkrum vikum síðan varð ein starfsstúlkan á dvalarheimilinu fölgræn á litin og gekk af vitinu. Þetta var voðaleg uppákoma og það fundust leifar af rottueitri og vítissóda í blóði og þvagi konunnar og hún orðin svo geggjuð þegar þarna var komið sögu, að uppástóð að hún hefði sjálf byrlað sér eitrið og étið það. Þessari konu verður aldrei hægt að hjálpa og þeir hafa hana í einsmannsklefa á Kleppi, því hún er sannarlega brjáluð. En gamli Kolbeinn hefir sína hentisemi á dvalarheimilinu og gerir sér að leik að áreyta þar alla, bæði kynferðislega og svínslega og ef honum líkar sérlega illa við einhvern má sá hinn sami búast við að engjast sundur og saman af ilvígum innantökum lengi á eftir.    


mbl.is Laumaði hægðalyfjum í matinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband