Leita í fréttum mbl.is

Kalt vatn milli skinns og hörunds vegna dúxaplágunnar

perr2.jpgAlltaf rennur mér jökulkalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég rekst á fréttir í fjölmiðlum af dúxum. Sem kunnugt er verður aldrei neitt meira úr dúxum en að verða rukkarar, næturverðir eða fylliraftar; sumir dúxar verða allt þetta þrennt og má segja að þá sé dúxframleiðslan fullkomin. 

Einn er þó sá dúx, sem aldregi hefir bugast, þrátt fyrir andstreymi á köflum, en það er góðvinur okkar allra, Kolbeinn Kolbeinsson, sem svo rættist úr, að hann hefir nú um langt skeið gengt starfi skrifstofustjóra hjá hinu opinbera samhliða því ábyrgðarmikla starfi að vera skipulagsstjóri hennar hátignar, gömlu Framsóknarmaddömunnar. Einnig hefir Kolbeinn staðið í ströngu við að innheimta skuldir hjá Pétri og Páli og í leiðinni með þessu öllu, afkastamikill fylliraftur, eituræta og kynlífsfrömuður, starfaði um skeið sem kynferðismarkþjálfi í Framsóknarfjósinu.

Það sem einkenndi menntaskólaframa Kolbeins var, að hann las við MA og MR báða í einu og lauk burtfararprófi frá báðum skólanum í einu með meðaleinkunnina 10.00 á báðum stöðum. En ferill Kolbeins er einkar glæsilegur, þegar hann er borinn saman við hrakfarir annarra dúxa. Á ári hverju sitja minnst þrír dúxar að meðaltali í afplánun í fangelsum landsins. Aðrir dúxar eru gjarnan vistaðir á hælum fyrir vandræðafólk, eða þeir eru komnir undir græna torfu. Það er líka sameiginlegt einkenni dúxa, að þeir ganga ekki aftur eftir að hafa burtkallast frá jarðlífinu og sjást né heyrast heldur aldrei á miðilsfundum; það segja fróðir menn að stafi af því, að dúxar séu vitlaust tengdir í upphafi, og gott ef ekki algerlega sálarlausir.  


mbl.is Dúxaði með hæstu meðaleinkunn í sögu MA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband