Leita í fréttum mbl.is

Hún er nautheimsk og gráðug og lætur hafa sig að fífli

kol5Alveg stórmerkilegt, að þegar kosið er á milli tveggja óhæfra frambjóðenda skuli þeir samanlagt fá 100 prósent atkvæða. Maður mundi nú ætla að jafn gersamlega vonlausir jólasveinar og þessir tveir skunkar eru, fengju ekki meira en 5-6 prósent báðir til samans, öll hin prósentin færu á auðu seðlana og ógildu, en langstærsti sigurvegarinn væru þeir sem ekki létu hafa sig að fíflum með því að mæta á kjörstað. En því miður er því ekki að heilsa að þjóðin sé vitiborin, þvert á móti er hún nautheimsk og gráðug. Og ekki orð um það meir.

Fyrir þessar smánarlegu forsetakosningar gekk maður undir manns hönd að skora á Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann að gefa kost á sér til forsetakjörs. Kolbeinn hugsaði og hugsaði, var á tímabili farinn að sleikja út um, lét sem hann væri líklegur til að taka slaginn, leynikannanir sýndu að hann mundi vinna yfirburðasigur á Guðna þeim er kenndur er við kjánahroll. En svo tók frú Ingveldur af skarið og aflýsti framboði eiginmanns síns. Um kvöldið, þess sama dags, hélt frú Ingveldur erindi í félagi sjálfstæðisflokkskvenna í Garðabæ, hvar hún gerði poletiskan sleikjuskap vínsósa hvítra öfugugga að umræðuefni, og sagði meðal annars, að fyrr í dag hefði hún snúið einn sona aumingja, sem hefði ætlað í forsetaframboð, niður á helvítis besefanum.

Hvurnig á andskotanum ætli standi svo á því, að frábær forsetaefni á borð við Brynjar Vondulykt, Gunnar Smára new-sosialist, Hildi Lilliendalh og Vigdísi Hauksdóttur gefi ekki kost á sér til Bessastaðadvalar? Neinei, í staðinn fyrir afbragðsframbjóðendur fá kjósendur að velja milli tveggja vonlausra leppalúða. Það sagði mér góður maður, orðvar og óljúgfróður, að frekar mundi hann kjósa vörtuna á rassinum á hundinum sínum, en að ómaka sig á kjörstað til kasta atkvæði annað hvorn legátann sem þar eru í boði. 


mbl.is 93% segjast ætla að kjósa Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert nú meiri dóninn...Ertu með Viggublæti?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.6.2020 kl. 21:20

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, ég veit það ekki. Hvernig lýsir þetta Viggublæti sér?

En dóni er ég, ekki skal því neitað.

Jóhannes Ragnarsson, 23.6.2020 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband