Leita í fréttum mbl.is

Skógarţrastaplágan er vond, - hún er verri en kóvíđ nítjándi, krabbamein og fransós

fu3Ţví miđur eru skógarţrestir hin verstu illfygli, slóttugir og morđóđir. Af ţeim sökum ćttu allir ađ hafa varann á sér ţegar skógarţröstur er í nánd. Víst hafa ţessir fuglar mörg líf á samviskunni; menn, hundar, kettir og ađrir foglar hafa matt lúta í gras fyrir ţessum skađrćđisskepnum, meira ađ segja ţriggja vetra hrútur lá dauđur norđur í Húnavatnssýslu eftir hamslausa árás skógarţrasta. Morđiđ á hinum síđast nefnda varđ til ţess ađ Ólafur bóndi sókti haglabyssuna sína og fór í stríđ viđ ţrestina og hafđi frćkinn sigur; hann skaut sem sé alla skógarţrestina í sinni landareign til bana, verkađi ţá og sauđ úr ţeim ketsúpu fyrir fjárhundinn Snata.

Enn er mörgum minnisstćtt ţegar ţrastardjöfull kom sem elding ađ hymmnum ofan og og flaug beint, međ gogginn á undan sér, í hvirfilinn á Ţóru húsfreyju á Fagrabala ţar sem hún var viđ ađ hengja fataplögg á snúru og deyddi hana samstundis. Ţegar Ţóra var fallinn hoppađi vćngjakvikindiđ nokkur hopp á henni dauđri og hóf sig svo til flugs međ kuldalegu urri. En er ađ var gáđ varđ gat eftir ţrastargogginn á höfđi Ţóru sem náđi alla leiđ inn í heila. Ţetta ţókti óhugnanlegt áheyrnar og lagđist búskapur af ađ Fagrabala um haustiđ.

Ţađ má ţykja heldur bírćfiđ uppátćki hjá Gabrél inum unga ađ lađa ađ sér óféti af ţrastarkyni og er víst ađ drengurinn á eftir ađ bíta úr nálinni fyrir ţađ verk. Ţađ verđur ađ gera ráđ fyrir ađ ţetta fari eins og hjá manni nokkrum í Prag sem aumkađi sig yfir blautt og soltiđ hundkvikindi, fór međ hann heim til sín, gaf honum ađ éta og stakk honum síđan undir sćngina hjá konu sinni. Daginn eftir var hundurinn orđinn hress og reif alla fjölskylduna á hol og brjóstmylkinginn sá lá í vöggu sinni át hann upp til agna. Ef hundar geta gert alvarlegan ađsúg ađ fólki ţá eru djöfuls skógarţrestirnir ţeim mörgum sinnu verri í grimmd og harđýđgi. Í sumar hefir kötturinn minn, Guđni Th. Jóhannesson, unniđ ţjóđţrifaverk í baráttunni gegn ţrastaplágunni og hefi ég af ţví tilefni skrifađ Orđunefnd erindi međ uppástungu um ađ kötturinn minn, Guđni Th. Jóhannesson, verđi um nćstkomandi áramót sćmdur stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorđu fyrir vel unnin útrýmingarstörf í ţágu hinnar íslensku ţjóđar.


mbl.is Lćtur ekki bjóđa sér hvađ sem er
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgţór Jónsson

Loksins tćpirđu á máli sem snertir mig persónulega og hefur hvílt á mér svo árum skiftir.
Ég get tekiđ undir hvert orđ sem ţú segir um skógarţresti og ţykir mér ţú ţó fjalla um efniđ af full mikilli hógvćrđ og sleppa ađ nefna hrođalegustu dćmin um misferli skógarţrasta.
Líklegasta skýringin á ţessu er vćntanlega ađ ţú ert ađ reyna ađ forđast ofsafengin viđbrögđ samborgaranna.

Ţetta efni hefur veriđ mér huigleikiđ lengi og stundum hef ég reynt ađ vekja athygli á ţessu en orđiđ fyrir heiftrarlegu persónuárásum í framhaldi af ţví og hef tekiđ ţann kost ađ byrgja ţetta inni,
Ţađ er ţví mikilvćgt fyrir mig ađ finna ađ ég er ekki einn.

Hitt er svo annađ mál ađ ég hef veitt ţví athygli ađ vandamáliđ  er alls ekki bundiđ  viđ skógarţresti ţó ţeir séu vissulega međ verstu fuglum í ţessu sambandi.

Á hverju vori hópast hingađ fuglar af ýmsu tagi og ţar sem ég bý í sveit er oft fjöldi ţeirra fyrir utan gluggann hjá mér.
Á ţessum tíma árs reyni ég ađ forđast alla útivist en fylgist í örvćntingu međ hamslausri hegđun ţessara vorbođa. 
Mér hefur virst ađ lóur og spóar séu jafnvel ofbeldisfyllstu tegundirnar,svo illskeyttar ađ ţeir hika ekki ađ leggja til atlögu viđ eigin tegund.
Á hverju vori horfi ég á borgarastríđ út um eldhúsgluggann ţar sem lóur gera allt til ađ hlunnfara eigin félaga ţegar kemur ađ öflun matvćla.
Hegđun af ţessu tagi vćri aldrei liđin međal mannkynsins.
Ţetta er svolítiđ í ćtt viđ ţađ ţegar Trump er ađ kaupa upp öll lyf til lćkningar á kóvid veirum.

Ţađ eina sem ég get fundiđ ađ skrifum ţínum er ađ ţú vilt ađ kötturinn ţinn sé sćmdur svonefndri Fálkaorđu.
Mér finnst alls ekki viđ hćfi ađ ţessi verndari ţinn sé sćmdur orđu sem kennd er viđ ránfugl,ránfugl sem án vafa hefur orđiđ mörgum köttum ađ bana. 

Borgţór Jónsson, 5.8.2020 kl. 22:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband