Leita í fréttum mbl.is

Tildrög að timburerninum góða og aðeins af vafasömu ætterni hans

íhaldsvargurUm þennan tvíþjófstolna örn er það að segja að hann er ekki örn nema að hálfu leyti; í aðra ættina er hann hænsn en vissulega haförn í hina. Um þessa athyglisverðu kynblöndun er það að segja, að assan, móðir hins þjófstolna, álpaðist til að setjast að hlöðubaki að Ási í Fagrahreppi í Seli því hún hafði ekki séð betur en þar væri eitthvað ætilegt á rangli. Ekki vildi samt betur til en að haninn á bænum kom auga á össu og hljóp þegar til hennar og nauðgaði henni á fjarska ofbeldisfullan hátt. Á eftir reigði haninn sig og teygði og gól en assan baðaði út vængjunum og hóf sig á loft með hjartað fullt af skömm og reiði.

Svo verpti assan og afkvæmi hennar og hanans klaktist út. Fljótt kom í ljós að arnarhaninn var einkennileg skepna og þegar hann varð fleygur flögraði hann um með fettum og brettum, ekki ólíkum þeim sem viss forsætisráðherra er frægur fyrir, og galaði látlaust eins og hani. Fyrir þetta háttarlag var arnarhaninn rekinn úr samfélagi arna og meinaður aðgangur að forsal vinda.

Um síðir fékk listamaður hugást á arnarhananum og gjörði hálfgerða timburstyttu af honum sem virtist þeirrar náttúru að rummungsþjófar fá augastað á honum. En af arnarhananum er það að segja að hann flýgur milli hænsnakofa og spjallar við hænurnar. Þykir bændum skömm af þessu háttarlagi arnarhanans og tala um kynvillu og pervertisma í því sambandi. Í sumum hænsnakofum hafir það gerst að hæna og hæna hefir verpt stóreflis arnareggjum, sem þykja góð í pönnukökubakstur og tertubotna. Og það varð bert að haninn á einum bænum tók sig til og verpti miklu arnareggi sem hann liggur á öllum stundum þessi dægrin og bíða allir spenntir eftir unganum sem vonandi skríður úr egginu nú um miðjan mánuð.


mbl.is Leita Arnarins sem boltaður var niður nýverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband