Leita í fréttum mbl.is

Andstyggilegt framferđi sauđkindar á Snćfellsnesi í dag

x29Í dag lagđi ég land undir fót og ók hátt í ţjúhundruđ og ţrjátíu kílómetra, ţađ er ađ segja: frá heimili mínu í suđausturátt og til baka aftur. Á leiđ um sunnanvert Snćfellsnes ók ég fram á sauđkind sem bar sig einkennilega í vegkantinum en álengdar stóđu lömb hennar tvö og horfđu stjörf á atferli móđurinnar. Ţegar ég kom nćr sá ég ađ ćrin studdi međ öđrum framfćti sínum ofan á hálsinn á fugli, líklega hettumávi, og reif áfergjulega kjöt frá beini á fórnarlambinu munnur hennar var blóđugur eins og á einu leóni í Afríku sem veitt hefir hvítan trúbođa sér til matar.

Ég stöđvađi bifreiđ mína til ađ geta virt ţennan atburđ betur fyrir mér, en ég hefi aldrei heyrt um ţađ áđur ađ sauđfé jagađi sér fugla til ađ éta. Ţegar ég opnađi bílinn og sté út hvćsti kindin ađ mér eins og grimmt rándýr og ţađ var kaldur arnarsúgur í ţví hvćsi, en lömbin fćrđu sig fjćr, áreiđanlega yfirbuguđ af ógeđi á framferđi móđurinnar. Og skjátan hélt áfram ađ građga mávnum í sig af einhverjum óskiljanlegum losta ţar til fátt var eftir af hinum látna annađ en stéliđ, vćngirnir, hausinn og goggurinn. Eftir ađ hafa sleikt vel og vandlega út um eftir máltíđina tók rollan sig til og hneggjađi sem hross um leiđ og hún lyfti sér upp á afturlappirnar.

Ţegar ég settist aftur upp í bifreiđ mína, nćr friđlaus og lémagna af viđbjóđi, sá ég útundan mér ađ ćrin var farin ađ skima kringum sig eftir fleiri fuglum til ađ éta. Í bakaleiđinni sá ég hvorki tangur né tetur af ţessari kostulegu sauđkind eđa lömbum hennar, en vćngirnir af hettu mávnum voru á sínum stađ í vegkantinum og báru grćđgi og íllsku sauđfjárkynsins ófagurt vitni. Ţegar heim kom var fyrsta fréttin sem ég heyrđi í útvarpinu um einhvern mannfjanda í Hong Kong sem ţykist vera kominn međ kóvíđ nítjánda í annađ sinn á nokkrum mánuđum, en sem betur fer er Kári ţeirrar skođunar ađ slíkur ţvćttingur sé álíka gáfulegur og framganga kindarinnar á sunnanverđu Snćfellsnesi sem át hettumáv í vegkanti í dag. 


mbl.is „Ekki sönnun á nokkrum sköpuđum hlut“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Góđ saga - og miđađ viđ hluti sem ég kynntist í sveitinni hjá ömmu, trúverđug. Ţetta er ţekkt međ kindur, en manni ţykir ţađ ávallt jafn spánskt.

Bjánabólan er hins vegar ekki ađeins ótrúverđug, hún er sönnun á sálfrćđi sem er best sniđgengin. Vona ađ ţađ móđgi engan, tja, fáa.

Guđjón E. Hreinberg, 24.8.2020 kl. 22:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband