Leita í fréttum mbl.is

Einn gamlinginn fékk kćsta sendingu frá Degi og borgarkokknum

kokkurŢá matbúa skal drullumall elligar drulluklístring ofan í hin ellimóđu skör fyrir Reykjavíkurborg skal ţess vel gćtt ađ matreiđslumeistarinn sé ţćgilega ölvađur viđ eldamaskínuna og slái öskunni af vindlingunum ofan í pottana, sem og ađ neftóbakiđ sem hrynur úr nösum hans fari sömu leiđ og askan. Ţá er matreiđslumeistaranum heimilt ađ hrćkja og snýta sér yfir plokkfiskinn og leika yfirleitt allar hugsanlegar listir viđ réttina, sem síđan eru fćrđir eldri borgurum í Reykjavík til átu.

Kokkaliđ Reykjavíkurborgar eldar og reiđir fram krásir sínar fyrir hönd Dags borgarstjóra, Holu-Hjalla, Lívíjar Magnínudóttur, Píratagelgjunnar og Bartósécks Thorgerđarkatrínarsonar og firmans 7 hćgri og sjálfrar Reykjavíkurborgar. Ţađ kemur svo í hlut hinna afgömlu og sjóndöpru elliskúnka ađ slćđa gromsinu úr kokkhúsum Dags ofan í sig og liggja síđan hérum bil dauđir á eftir í marga daga, en ţá rísa ţeir annađ hvort upp á riđandi afturlappirnar, sveittir og steiktir til höfuđsins, eđa líkkistusmiđurinn er kallađur til međ málband sitt, blađ og blýant.

ÚtigangsmađurÍ Norđurbrún fékk einn gamlinginn sendingu frá Degi og borgarkokknum, sem innhélt einhvern kćstan ófögnuđ sem ţefjađi mun líkar fullmeltri fćđu en ferskri og dýrlegri krás. Sá gamli fór ađ paufast viđ ađ slafra ţessum hrođa í sig međ skeiđ og hafđi örlitla undanrennuglćtu út á; hann komst niđur í miđjan rétt, en ţá leiđ hann út af og var kominn međ öldrunargéđsjúkdóm ţegar betur var ađ gáđ. Í Suđurbrún féllu tvćr gamlar sambýliskonur frá eftir ađ hafa neytt einhvurs hrćrings, međ grćnleiti slikju yfir, úr eldhúsi borgarstjóra. Gömlu konurnar vóru báđar komnar yfir tírćtt og höfđu gjörst elskhugar og kćrustur áđur en ţessháttar var fundiđ upp af kvenfólki á Íslandi. Nú er af sú tíđ er misindismenn brytjuđu mat og suđu ofan í togarakarla og sjóara á vertíđarbátum; slíkir eldasveinar hurfu oftar en ekki á landleiđ, vóru annađhvort leiddir aftur fyrir rórhús og slakađ aftur af línurennunni eđa ţá ţeir voru gripnir viđ nćturgöngu á hlandhúsiđ og ţeim mismunađ út fyrir borđstokkinn fyrir aftan afturhlerann. Í dag fá slíkir böđlar, stríđskokkar og eiturbrasarar, ađ vađa uppi fyrir hönd kjósenda í Reykjavík ađ ,,matreiđa" ógn og skelfingu ofan í gamalt og slitiđ fólk sem hyggst eyđa ćvikvöldinu í hopp og hí og góđan mat og dýr vín. Nei, ţá vćri skynsamlegra fyrir hinar aldurhnignu heiđurspersónur ađ leita uppi sorptunnur og kanna hvort ţar sé ekki ćtan bita ađ finna í stađ ţess ađ leggja sér ófögnuđu borgarinnar sér til munns.

 


mbl.is „Könnumst ekki viđ ađ bera hann svona fram“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvađ getur mađur sagt??

Ţjóđfélagsrýni af hćstu gćđum.

Takk fyrir mig.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2020 kl. 07:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband