Leita í fréttum mbl.is

Hið sjálfvirka réttlætislögmál náttúrunnar mun ekki, um það er líkur, hlífa úthýsingarfólum

polis3.jpgMikið assgoti snöru nú þau egypsku á Sjálfstæðisflokkinn og hana Áslaugu Örnu. Á þessari stundu ríkir upplausn og ringulreið í Sjálfstæðisflokknum, því þar á bæ ráða menn sér ekki fyrir reiði og íllsku og eru strax farnir að hafa á orði að reka Áslaugu Örnu úr ráðherrastólnum, af þingi og úr Sjálfstæðisflokknum, því ekki sé hægt að umbera kvendi sem lætur flóttamenn og hælisleitendur snúa á sig þegar átti að grípa þetta fólk og sópa því úr landi.

Ástandið sem nú er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum er fordæmalaust, óviðunandi og djöfullegt. Svo virðist sem Flokkurinn sé að sogast eins og óhreinindasvelgur niður í skólpræsi. Í gær gjörði pírataskessan í borgarstjórn aðsúg að Eyþóri Laxdal Arnalds og sakaði hann um svo fáheyrð ósköp að grandvöru fólki varð íllt og kúgaðist undir þeim ræðuhöldu. Og í morgun kemur svo í ljós að herlið Flokksins greip i tómt þegar átti að draga egypsk hjóna og börn þeirra út á hárinu og reka þau burt eins og hvurja aðra flækingshunda. Á þessara stundu er ekki vert að vera rifja upp stóráföll sem dunið hafa yfir Sjálfstæðisflokkinn á síðustu misserum. Eins og staðan er í dag virðist sem ekkert sé eftir annað en að afhjúpa þennan guðseiginFlokk fyrir dómstólum; en sem betur fer á Sjálfstæðisflokkurinn dómstólana ennþá og það kerfi allt, hvað sem verður.

Í tilefni að brottvísun þeirra egypsku, þá er ekki úr vegi að minnast forfeðranna, bændasamfélagsins kristilega, sem sýndi rausn sína iðulega með því að úthýsa aðframkomnum og hröktum ferðamönnum, jafnvel þó úti geisaði stórhríð grimmdargaddur. Þessi höfðingsskapur virðist hafa komið sér vel fyrir í génabúskap Íslendinga, því enn í dag þykir einkennilega mörgum fróun í að úthýsa fátæklingum, langt að komnum, helst að getað sigað á þá hundundum eins og forfeður þeirra gerðu við snillinga eins og Eirík frá Brúnum og Sigurð Breiðfjörð, svo einhverjir séu nefndir. Sem betur mun hið sjálfvirka réttlætislögmál náttúrunnar taka á úthýsingarhyskinu um síðir og kveða það niður með pompi og prakt.



mbl.is Fjölskyldan fannst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef ég væri dómsmálaráðherrann myndi ég vippa mér upp í þyrluna góðu og fara á útkikk eftir píramídum, því Egiftar munu vera útsettir með að koma sér fyrir í svoleiðis, rammlæsa öllu og koma upp gildrum fyrir þá sem reyna að komast inn.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.9.2020 kl. 16:01

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vær mun skynsamlegra fyrir dómsmálaráðherra að snara sér upp í þyrluna og láta fljúga með sig af landi brott og fela sig í útlöndum, lengi.

Jóhannes Ragnarsson, 16.9.2020 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband