Leita í fréttum mbl.is

Hægrislúbertagengið missti af Þórðagleðinni sem fylgir brottvísun þjáðra öreiga

konaNú er heldur en ekki íllt í efni fyrir hina villtu hægrislúberta á Íslandi, sem hafa um langt skeið lagt áherslu á að rækta sinn verri mann, með þeim vafasama árangri, að þeir eru í dag taldir hjarta- og sálarlausir kláðagemlingar með rasí-, fasí-, nasíheikenni. Með öðrum orðum eru þetta eintök sem farið hafa heldur hressilega í hundana. Og nú misstu þessi úrþvætti af þeirri Þórðargleði, sem verðu í sálarlífi þeirra, þegar varnarlausum smælingjum er sparkað af froðufellandi íllsku heimskra stjórnvalda burt af Íslandi út í óvissu, glötun og ef til vill bráðan bana.

Síðustu viku hefir vont fólk á Íslandi, allt frá ofvöxnum pelabörnum upp í rosknar kerlingarnöðrur, gjört sér að leik að hundelta öreiga fjölskyldu frá Egyptalandi, sem hingað barst á flótta undan vondum stjórnvöldum í sínu heimalandi, í þeim tilgangi að reka hana úr landi. Allskonar stjórnvaldsstofnanir og rottuholur á vegum einhverra vesalinga sem telja sig hafa þjóðfélagsleg völd hafa lagt kláðagemlingum hægrislúbertasamfélagsins lið til að ganga frá þeim egypsku. En egypsku hjónin og börn þeirra létu ekki úldna hrosshausa fasíhægrisins leika á sig og fóru í felur á meðan góðir menn gengu í frelsa þau undan liðinu sem ævinlega heimtar að láta Barrabas lausan þótt það haldi því stíft að umheiminum að það sé svo undur kristið og kærleiksríkt.

Í kveld liggja ómennin spriklandi í valnum, froðufellandi af krampakenndri bræði vegna frelsunar fátækrar fjölskyldu frá Norður-Afríku. Megi þessir óþokkar liggja sem lengst í sínum val, bölvandi og skrækjandi eins og djöflar og andskotar úr brennisteinskatli í Helvíti. Mannúðin og réttlætið hafði sigur í dag, að vísu lítinn í stóra samhenginu, en góðan sigur samt.  


mbl.is Khedr-fjölskyldan fær dvalarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband