Leita í fréttum mbl.is

Vill ekki viðurkenna að hafa notað Tind. Það er nú það er nú það ...

xv11Jæja ... og kveðst aldrei komið á Tind, nei. Auðvitað ekki. Nema hvað. Hún mundi heldur aldrei viðurkenna fyrir þjóðinni að hún hafi notað Tind þótt hefði margsinnis gert það, sér til óneitanlegrar ánægju og sérlegs yndisauka; það þykir nefnilega ljótt af stjórnmálaskottum að stunda Tind, eða aðrar netsíður, sem gætu vakið upp hugmyndir manna um að slíkir þjóðkjörnir gemlingar væru sannarlega kynóðir. Kynóður stjórnmálamaður er hreinlega ekki samþykktur af lýðnum, mun þolanlegri er sá þingmaður sem lagt getur fram vottorð um það að hann sé steingeldur, helst kynlaus, afspyrnu vitlaus og allra síst nærbuxnalaus.

Það kemur vel á vondan, að Katrín skuli álpast inná að þvæla um gervigreind, því ekki er laust við að hún sjálf skarti öðrum mönnum meiri vitsmuni af því tagi. Þegar telpa eins og Katrín stafar að staðaldri fyrir Stenngrim Johoð og Bjarnaben er langbest fyrir hana að hafa tölvugreind eða vélarvit, - eða hvað þið viljið kalla það, - svo auðvelt sé að forrita hana og láta hana kvaka eins og þeir vilja hún kvaki í það og það skiptið. 

En Stenngrimur Johoð og Bjarniben verða að passa sig á að setja ekki vitlaust eða óæskilegt forrit í þennan blaðafulltrúa sinn. Hvernig haldið þið það væri ef kjaftbrúksforritinu væri hlaðið inn á telpugreyið og þjóðin sæti agndofa fyrir framan sjónvarpstækin og hlustaði á hana bölva, tvinna og klæmast eins og ein hryllileg bestía úr ræsinu? Það væri stjórnvaldsskömm og niðurbrot lýðræðislegra hefða í háborgaralegu samfélagi auðvaldsins. Það er margt að varast í henni veröld, og Stenngrimur Johoð og Bjarniben eru viðsjárverðir piltar og stutt í götustrákinn á þeim og Samherjamóralinn. Af framangreindu má því sjá, að eitt og annað gæti reynst Katrínu skeinuhættara en að viðra sig annað slagið inni á Tindi.   


mbl.is Katrín segist aldrei hafa notað Tinder
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert alltof dómharður við hana Kötu. Vertu feginn að hún skuli ætla að efna hér til fjórðu iðnbyltingarinnar, hvorki meira né minna, svona til að bæta upp fyrir að nenna ekki að gera almennilega bolsévikkabyltingu. Og það verður nú munur að fá einhverja greind í íslensku stjórnsýsluna - jafnvel þótt það sé kannski bara gervigreind.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 20:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Frá mínum bæjardyrum séð er alveg sjálfsagt að Katrín sé bæði á Tindi og með gervigreind, hún er ekkert verri fyrir því, en heldur ekki betri.

Jóhannes Ragnarsson, 9.10.2020 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband