Leita í fréttum mbl.is

Blóðgrimmum hundum sigað á verkefnisstjóra og landverði og þeim stökkt á flótta

hundsbitÞá hefa þeir stökkt landvörðum og verkefnisstjóra á Þingvöllum á flótta, gott ef ekki flæmt þá út í Þingvallavatn eins og hvur önnur óféti, sem þarf að losna við undir eins. Eitthvað virðist þjóðgarðsvörður vera fálmandi, því hann þruglar um að ráða hin brottreknu næst vor. Ja, það verður víst lítið um ráðningar á þessu veslings fólki ef rétt er að grimmir hundar hafi verið látnir reka það útí vatn. Máske er þjóðgarðsvörður dauðhræddur um að hljóta sömu örlög þessum eina og átta, sem áttu fótum fjöri að launa undan ofríki ráðamanna (það er að segja ef þau hafa komist af).

Ef þannig verkast að þjóðgarðsvörður verði líka á bak og burt með vorinu væri upplagt fyrir ráherra að ráða hana Ólínu hérna Kérúlf til þjóðgarðsins, en hún kvað vera búin að rita heila bók um það að hafa ekki fengið job á Þingvöllum. Vissulega getur Ólína verið þarna ein því það væri tvímælalaust farsælast. En ... hvað á eiginlega að gera með fullt af fólki á ríxlaunum á Þingvöllum? Ef einhver nauðsyn er á starfmannasukki þarna því á ekki líka í Berserkjahrauni eða á Tíkarflóa í Meðallandi?

En ráðherrann yfir þessum fjanda er lúmskur og var búinn að koma upp hópi af blóðgrimmum rökkum, mannætuhundum, áður en hann lét til skarar skríða gegn verkefnastjóranum og landvörðunum átta, sem hafa hafa gengið undir vinnuheitinu ,,jólasveinar einn og átta" á skrifborði ráðherra. Umræddir hundar ku vera af sömu ætt og hundarnir sem bændamenningin á Íslandi sigaði á snillinginn Eirík frá Brúnum þegar hann kom heim til Íslands til að frelsa landa sína til mormónatrúar. Svo sem sjá má er öll umgjörðin kringum þessi nýjustu Þingvallamál sérlega þjóðleg og upprífandi fyrir hvurn mann og ráðherra og stjórnsýslu til ævarandi sóma og líklegt til að halda nafni hans á lofti um ókomnar aldir.  


mbl.is „Mjög erfið og sár aðgerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband