Leita í fréttum mbl.is

Og blár logi og eldglæringar stóðu aftur úr púströrinu á honum

fire.jpgDrengstaulinn er blauður eins og þúfutittlingur og soleiðis hugleysingja viljum við hafa á þingi. Þegar byrjaði að skjálfa undir honum tók apparatið til fótanna og við sem horfðum á atvikið í sjónvarpinu sáum að það stóð blár logi og eldglæringar aftur úr púströrinu á pilti. Og hann þaut beint undir pilsin á Thorgerði Kattharínu og grét sig rænulausan á ósköp örfáum mínútum. 

Trúlega er þetta æsilegasta og fjörugasta augnablikið í sögu Alþingis og eru þá meðtalin vopnaviðskipti manna á Alþingi hinu forna að Þingvöllum. So dragnaðist Pírataponnsinn að stundu liðinni aftur í ræðustól, lafmóður, náhvítur og ránhvolfandi augnaglyrnunum, og búinn að missa þráðinn í ræðuleysunni sem hann hafði verið að þumba út úr sér, meir af vilja en mætti.

En fyrir aftan Helga huglausa trónaði sjálfur Stenngrimur Johoð, sem haggaðist ekki við hinn ægilega jarðskjálfta, enda er hann sálarlaus, hugsjónalaus og siðlaus. Já, það er mikið lán fyrir einn einn kraftaverkamann úr Þistilfirði að vera frjáls undan fyrrtöldum þremur byrðum, sem eru að hafa sál, hugsjón og sið. Margur hefir kiknað undir þeim krossum. En Stenngrimur Johoð stóð keikur og upplýsti, að orðið hefði jarðskjálfti upp á 5 til 6. Því miður sáum vér er heima sitjum fyrir framan sjónvarpið ekki ofsahræðsluröskun frú S.Á. Andersen, en hún sat á alþingiskloséttinu við einhverja þokkaiðju. Samkvæmt heimildum, sem eru traustar, þá hratt frú S.Á. Andersen náðhúshurðinni upp í skelfingarofboði og kastaðist í sömu andrá fram á gólf með allt niðrum sig. Nú er hún á leiðinni í hvíldarinnlögn á einkareknu heimili á ríkissjóðskostnað. 


mbl.is Hljóp úr pontu þegar skjálftinn reið yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband