Leita í fréttum mbl.is

Þegar auðnuleysingjar fjármagnsins fjölga ferðum til spákerlinga og galdrakarla

x17Þegar auðnuleysingjar borgarastéttarinnar verða uggandi um sinn hag fara þeir til spákerlinga og galdrakarla og láta þau spá fyrir sig um horfurnar, annaðhvort í kaffibolla eða spil. Spádómsfólkið kveður upp sinn dóm, sem ætíð er á þá leið að þeir sem pöntuðu spádóminn gleðjast við og kasta fúlgum fjár á spámennin. Svo fer sem fer.

Á vissum tímum fer ferðum hinna auvirðilegu borgarastéttarimba mjök fjölgandi á fund spámanna, sem spá eins og djöfulóðir eintómum péníngum, arðgreiðslum, hagvexti á hagvöxt ofan þar til lýðurinn stendur á þambi af góðærisvæntingum og góðærislosta. Þegar þar er komið er vanalega stutt í hrunið. En þegar hrunið ríður yfir, er því að sjálfsögðu velt umsvifalaust yfir á alþýðuna og hún látin borga herkostnaðinn af hruninu og spámönnunum.

gjh.jpgAllt er þetta víst gott og blessað og eins gott fyrir alþýðuna að láta höndur standa fram úr ermum og vinna eins og geggjuð upp í hrunið svo borgarastéttin geti sofið róleg á nóttinni. Sérstaklega þykir krataeðlissjúklingunum, sem eru órjúfanlegur hluti borgarastéttarinnar, jafn gott á verkalýð og fátæklingahelvítin að vinna fyrir töpum og hrakförum burgeisanna og kaupahéðnanna og sægreifanna. Fyrir nokkrum dögum tróð upp einn bröndóttur vindbelgur úr söfnuði krataeðlissjúklinga og hótaði helsta flokki borgarastéttarinnar að taka hann ekki með í næstu ríkisstjórn. Þetta er auðvitað meir en hláleg upphrópun hjá krataeðlisvesalingnum, því það skiptir nákvæmlega aungvu máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn verður í næstu ríkisstjórn eða ekki; aunginn af hinum flokkunum hefir á prjónunum, fremur en Sjálfstæðisflokkurinn, að breyta þjóðskipulaginu, og af þeirra hálfu skal áfram keyrt á kapítalismanum, hvað sem tautar og raular. 


mbl.is S&P reikn­ar með efnahagsbata á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband