Leita í fréttum mbl.is

Kóvíðsnakkið orðið þreytandi og því breytum vér um umræðuefni og bjóðum yður fémínisma

ingv10_1127545.jpgFemínísmi er afkáralegt tilbrigði borgarastéttarinnar og gegnheilt stuðningsverkfæri við viðhald og virkjun kapítalísks þjóðskipulags. Fémínísminn hefir til dæmis þénast vel við að afvegaleiða og eyðileggja stjórnmálaflokka, sem í byrjun áttu að vera vinstrisinnaðir, jafnvel sósialískir, að upplagi; að því leyti hefir hann virkað eins og ópíum á fólkið.

Í eina tíð höfðum við Kvennalistann, sem um tíma naut nokkurs fylgis, en kafnaði svo í eigin skítalykt, innflokkserjum og almennu tilgagnsleysi. Því vakti það nokkra furðu að þetta femíníska lík skuli hafa veri endurlífgað og gert að hluthafa í Samfylkingunni við stofnun hennar. Og víst er um það að fémínísminn á þeim bæ þakkaði endurlífgunina að sínum hætti með eyðileggingarstarfsemi.

Sama varð uppi á teningnum hjá Vinstri grænum, sem upphaflega átti að verða róttækur vinstrisósíalískur flokkur með sterkar áherslur á náttúrvernd í víðasta skilningi. Það liðu ekki nema örfá ár frá stofnum VG þar til VG var formlega gerður að ,,fémínískum flokki", en sósíalismi gerður að bannorði í þeim húsum, sem og stéttarbarátta, - meira að segja umhverfismálin urðu hornreka þar. Nú stendur fyrirbrigðið VG frammi fyrir því að vera einungis fémínískur, tækifærisinnaður miðhægriflokkur, rúinn trausti allra vinstrisinna og umhverfisverndarsinna.

Fyrir skemmstu reyndu Gunnar Smári útrásarvíkingur, ásamt hrafli af hálfvitlausu liði í hundrað og einum (101) Reykjavík, að stofna sósíalistaflokk. En viti menn, áður en tekist hafði að stofna umræddan sósíalistaflokk spratt þar fram hópur fémínísta, sem þegar tók til óspilltra málanna við klofningsiðju, öfga og ofstopa. ,,Sósíalíska fémínísta" minnir mig þessir poletisku kjánar og klofningspésar kalli sig. Þar með held ég að tilraun Gunnars Smára með stofnun Sósíalistaflokks Íslands hafi runnið út í sandinn á heldur lúðalegan hátt.

En hvernig stendur á að fémínístarnir hafa ekki haslað sér völl í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og Miðflokknum með sama hætti og þeir hafa gert í Samfylkingu, VG og hinum andvana fædda sosialistaflokki Gunnars Smára? Fémínísminn er poletik borgarastéttarinnar, ekki síst háskólamenntaðrar efrimillistéttar og skartgripahringlandi yfirstéttar auðvaldsþjóðskipulagsins og þar á þetta óféti að halda sig.


mbl.is Ný bylgja eins og landsleikurinn við Ungverjaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband