Leita í fréttum mbl.is

Fólk af betri borgarastétt ræddi Ara Trausta og ,,þingferil" hans

kol41.jpgUpp á síðkastið hefir ákaflega lítið fréttnæmt gjörst í lífi Máría Borgargagns og Indriða Handreðs og að sama skapi fátt um fína drætti hjá þeim hjónum. Þau hafa að mestu haldið til heima hjá sér, auk þess að skreppa út að vinna á daginn til að græða pénínga; en þau eru fólk sem kunna best við að græða á daginn og grilla á kvöldin. Seinnipart dags í síðustu viku hittust þeir fyrir tilviljun á götu, þeir Indriði Handreður og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður og tóku tal saman.

Þegar þeir þeir Handreður höfðu hjalað litla stund saman voru þeir alt í einu komnir inn í vínbúðina og búnir að kaupa sér nokkuð ríflega hressingu í alkóhóli og var auðséð að þar fóru menn sem ekki voru vanir að tjalda til einnar nætur. Svo stikluðu þeir upp í Öskjuhlíð, því veður var nokkuð sæmilegt, og fundu sér friðsælan stað. Þar fengu þeir sér í staupinu og síðan leyfðu þeir sér einn fínan drátt, og er sá dráttur hinn eini sem Indriða Handreði hefir áskotnast í margar herrans vikur. Á meðan þeir félagar slöguðu heldur illa gyrtir niður Öskjuhlíðina spjölluðu þeir um Ara Trausta Guðmundsson þingmann og kættust þeir ákaflega við það umræðuefni.

full3Þegar Kolbeinn skjögraði loks heim til sín var komin hánótt og hann illa til reika. Hann mætti konu sinni, frú Ingveldi, strax í forstofunni, og áður en hún fengi ráðrúm til að slá sinn heittelskaða í rot fór hann aftur að tala um Ara Trausta. Frú Ingveldur varð gjörsamlega hlessa að heyra eiginmann sinn nefna nafn annarrar eins liðleskju upp í opið geðið á sér og klukkan farin að ganga fjögur að nóttu, að hún lét höndina síga og ákvað að fresta barsmíðum lítið eitt. Og nú tilkynnti Kolbeinn henni, að hann Ari Trausti væri búinn að ákveða sig í að fara ekki í framboð meir til Alþingis. - Það er þá bættur skaðinn, urraði frú Ingveldur á móti, - annað eins fúasprek og landeyðu hefi ég heldur ekki vitað á þingi en þann kálf. Nú klóraði frú Ingveldur sér þóttafull í náranum með löngutöng þeirrar handar er hún hafði upphaflega ætlað sér að reka Kolbeini á trantinn með. Svo hélt hún áfram: - Hafi ég nokkru sinni vitað fyrirbæri, þá er það þessi Ari Steinbítskjaftur, eða hvað þeir kalla hann. Mér er sagt að hann sé enn litlausara vandræðaskáld en þessi McCarthy Píroti og hún Heiða þarna í borgarstjórninni. Og er þá mikið sagt! orgaði frú Ingveldur framan í mann sinn, en hann lyppaðist niður á stól, samfallinn eins og slægður þorskur, og fór að bisa við að hneppa frá sér buxunum, sem reyndar voru illa, eða alveg, óhnepptar þegar til kom.  


mbl.is Ari Trausti hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú ættir að sækja um listamannalaun! Svona hugmyndaflug hafa ekki allir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.11.2020 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband