Leita í fréttum mbl.is

Er frú Thorrgerður svona sálarsinnuð? Er hún máske Freudisti? Eða bara popúlisti?

xviðThorrgeður Kattrín spyr hvaða leikþátt og sýndarmennsku sé verið að setja upp í sálfræðingamálum og beinir spurningu sinni trúlega fyrst og fremst að heilbrigðisráðherra. Samkvæmt ræðuhöldum frú Thorrgerðar virðist hún vilja setja einhver ósköp af opinberum péníngum í sálfræðinga, miklu, miklu meiri en heilbrigðisráðherra. Ja, hún getur trútt um talað hún Thorrgerður Kattrín, þessi ólmi þáttakandi og forystugimbur í nýfrjálshyggjuæðinu, sem lauk með kostulegu Hruni, bankar á Íslandi lágu afvelta eins og kýr með allar klaufir upp í loft á sléttu túni. Þá var frú Thorrgerður aldeilis ekki að hugsa um sálfræðinga. Nei nei, það gerði hún ekki. Í þá daga hugsaði hún meira um 7 hægri ehf og alla auðvaldskauðana sem átu samfélagið upp til agna.

Ef Thorrgerði Kattrínu er eins annt um sálarfræðinga og hún vill vera að láta, þá ætti hún bara að seilast 7 hægri sjóðinn sinn og ausa úr honum á sálfræðingana, helst hvurri einust krónu. Ef Thorrgerður gerir þetta ekki má efast um umhyggju hennar fyrir sálfræðingum og þá eru nýleg sálfræðingaöskur hennar á Alþingi einber hræsni, leikrit, sýndarmennska, lýðskrum og popúlísmi. 

freudEn fyrst farið er að tala um sálarfræðinga þá er Sigmundur Freud langfrægastur sálkönnuða og sálfræðinga. Síðari tíma bögubósar í sálarsnakki afhrópuðu Freud fyrir löngu síðan og þykjast nútíðarsálfræðingar, hver um sig, vita marfalt meira um sálina en Freud nokkurn tíma vissi. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þótt vit allra þessara sálarmenna væru lögð saman, þá næðu þau ekki tíu prósentum af vit og vitneskju Sigmunds gamla. Vissulega voru typpakomplexar beggja kynja sérgrein Sigmundar Freuds, og ef einhver álpaðist til að segja að hann hefði lesið hrafl í ritum karlsins var sá hinn sami álitinn varhugaverður öfuguggi og haldinn afbrigðilegum hugsunum. En það má vel vera að hið opinbera ætti að verja milljörðum á milljarða ofan í að láta sálfræðinga komast að hinu sanna varðandi typpakomplexaraunir þjóðarinnar, en það mætti líka alveg sleppa því og senda milljarðana í bara í skemmti- og kynningarferð í fyrirbærið 7 hægri ehf.  


mbl.is „Aumur plástur á stórt, blæðandi sár“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband