Leita í fréttum mbl.is

Skýring komin á nafni Ásmundarsals - Bjarniben saklaus en McCarthy sekur

prestur1Vitanlega braut Bjarniben ekki sóttvarnarlög. Aldeilis ekki. Nú liggur fyrir að krataeðlisófétin og þetta sem kallar sig ,,pírata" verða að skríða á fjórum fótum fyrir Bjarnaben í fyrramálið, árla mjök, og biðja hann innilega fyrirgefningar á ruddaskap og óduldum lygum um hann og ferð hans á listamannaþingið í Ásmundarsal. Að því búnu eiga þeir sem offari fóru gegn Bjarnaben að setjast niður og skrifa afsagnarbréf og afhenda það forseta Alþingis; með öðrum orðum: Þórhildur Sunna, Helga Vala og fleiri endemi í flokkum þeirra verða nú fortakslaust að segja af sér þingmennsku vegna óhróðurs og spillingar í garð hins blásaklausa fjármálaráðherra. En Bjarniben var laus úr haldi i dag.

Þá er fram komin skýringin á nafninu ,,Ásmundarsalur", en það er dregið af nafni frægs mótorbáts sem bar nafnið Ásmundur GK 30. Frægðarsól m/b Ámundar GK reis hæst árið 1967 þegar hann færði að landi úr einni sjóferð fulla lest af enn fyllri séníverbrúsum. Svo gerðist það að einhver aðdáandi m/b Ásmundar gaf listamannasalnum nafnið Ásmundarsalur og heiðraði með því minningu hins fræga mótorbáts og frækinnar áhafnar hans. Það var því ekki nema vel við hæfi að Bjarniben lyfti fáeinum glösum með myndlistarmönnum þar í sal Ásmundar sénívers.

Og rétt í þessu var að koma upp eitt stórhneykslið enn. Þar á í hlut eitt kolryðgað þingmenni, S. McCarthy að nafni, andlegur samherji Bjarnaben, en ekki í sama flokki. McCarthy þessi hefir orðið ber að því að liggja nær berrassaður í heitum potti í eigu Reykjavíkurbæjar, en fjölmenni var í pottinum og lágu og sátu allir fast upp við hvurn annan eins og sauðir í hrútakofa. Það er eitthvað klúrt og fremur subbulegt við þessa frétt, svo gera má að því skóna að McCarthy sé fallinn og fall hans hafi verið bæði mikið og hátt. Svo var Pírataflokkur McCarthys emjandi um það í gær eða fyrradag að hann hefði boðið VG og Framsókn aðstoð við að fjarlægja Bjarnaben vegna ferðar hans í Ásmundarsal. Nú er sem sé þessum leik lokið, Bjarniben er saklaus af ásökunum krataeðlisfurstanna og Pírata, en sjálfir liggja Píratar í svaðinu með allt uppum sig og niðrum sig.



mbl.is „Ég braut ekki sóttvarnalög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eiga ekki allir að standa saman

Það hefur myndast ótrúlega falleg samstaða hjá Samfylkingu og Pírötum með þeim sjöllum sem álpuðust inn í Ásmundarsal

Áhyggjur þeirra af því að einhver einhver xD hafi smitast af Covid veldur næstum tárum. Því við venjulegar aðstæður þá mundu þau ekki hafa neinar áhyggjur yfir því þó nokkur xD atkvæði hrykkju upp af. En greinilega þá breytir þessi Covid öllum í íslendinga sem standa saman í gegnum þunnt og þykkt

Grímur Kjartansson, 29.12.2020 kl. 14:58

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Smári téður er búinn að fá Covid og má þá sitja hvar sem honum sýnist í heita pottinum :) Bjarni Ben er aftur á móti með slæma veiru sem heitir spillingarveira og hana er erfitt að uppræta því að bakteríurnar sem tilheyra hans flokki elska þessa veiru og nærast á henni. cool

Ragna Birgisdóttir, 29.12.2020 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband