Leita í fréttum mbl.is

Ok þá orkti þjóðskáldið og hlaut verðskulduð kvæðislaun fyrir

"Ein er úti að skíta,
öllum köllum fjær,
blessuð dúfan hvíta,
glöð með loppnar tær.
Gæðakonan góða
gekk út um morgunstund;
lík mest þeim svæsna sóða,
sem hefir illa lund.
Af þjófseðli vondu þagði
þreif upp hnífinn um leið;
á snöggu augabragði
af hausinn dúfu sneið. 
Svo plokkar hún og pils upp brýtur
og pottinn á eldavél setur.
Segir ,,happ þeim hlýtur"
og horaða dúfu etur.

Ofangreint ljóðmæli orkti þjóskáldið þegar það gekk um fjallið Skjaldbreiður. Honum hafði verið hugsað til einnar vondrar kérlínganornar, sem sálgaði unglingstelpu til frálags. Norn þessi hafði óorð á sér eins og aðrar kveldriður og grunur lék á að hún færi sumar hvert suður á Blokksfjall til að sitja nornaþing með sjálfum Erki-Djöflinum úr Helvíti.

jail1Þegar farið var að grenslast fyrir hvur unglingurinn var er nornin hafði slagtað og etið kom einkennileg staða upp. Hvurgi í öllu landinu var saknað stúlku á sama reki og sú etna. Ekki vantaði heldur neina yngri og ekki neina eldri heldur. Niðurstaðan var óumflýjanleg: Þjóðskáldið hafði samið óviðurkvæmilegt kvæði um morð og mannát sem aunginn einasti maður kannaðist við. Í samræmi við alvarleik málsins var þjóðskáldinu varpað í fangelsi þar sem það að lokum dó úr uppgerð eftir að farið var að slá í það. 


mbl.is „Eins og hann ríkti yfir öllu svæðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Uppgerð er spennandi dánarorsök. Hugsa að þegar kóvít er búið komi enn svæsnari uppgerðarfaraldur og við losnum endanlega við öll skáld, leikara, reyfarahöfunda, simfóníugargara og aðra menningarvita - úr uppgerð. Það verða engar sóttvarnir viðhafðar þá, sko!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.1.2021 kl. 23:37

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er náttúrlega ómögulegt um að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. En að deyja úr uppgerð er erfiður dauðdagi og ekki á allra meðfæri andast af þeim völdum.

Jóhannes Ragnarsson, 3.1.2021 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband