Leita í fréttum mbl.is

Í fyrramálið fer Hálfdán Varðstjóri með hamar og nagla vestur í Landakot

fleng1Þá er náttúrulega bara að taka á leiðindum þeirra sem ekki spila með tveimur hrútshornum. Við vitum að Hálfdán Varðstjóri tók kattólska kirkjuhöfðingjann með sér á stöðina og flengdi hann fyrir óþekktina. Næsta skref Varðstjórans er að negla kattólsku kirkjuna aftur, en það mun hann gjöra árla í fyrramálið. Og hinn messuglaði karl í Landakoti gerir ekkert af sér á meðan hann verður að brasa við að draga naglana úr dyraumbúnaðinum. Því miður réðst óbótamaður á höfuðmusteri síra Baldvins í Gemlufallaprófastsdæmi eina nóttina negldi allar þrjár útidyr þess rammlega aftur með sex-, átta-, og tólftommu naglagaurum. Það dró vondan dilk á eftir sér.

Þegar síra Baldvin kom að musteri sínu í þessu ásigkomulagi hugsaði hann sig vel um meðan hann var að rífa naglana í burt. Þegar hann hefði lokið verki sínu gekk hann með óhugnanlega rólegu fasi út í bæ. Og þá fór nú óbótamaðurinn að skjálfa, því hann hafði fylgst með heiman að frá sér hvernig síra Baldvin mundi bregðast við. Nú, síra Baldvin fór beint heim til óbótamannsins og barði hann stórbarningi næstum í hel. Sunnudaginn næstan á eftir bannfærði hann mannræfilinn, sem nú lá fyrir dauðanum vegna barsmíðanna. Nokkrum dögum síðar var maðurinn borinn út í urð og honum komið þar fyrir eins og um hundshræ væri að ræða. Síðan hefir aunginn vogað sér að negla kirkjudyr síra Baldvins aftur.

baÍ fjölsóttri miðsumarsmessu, sem síra Baldvin söng sjálfur, talaði hann í löngu máli um illræðismenn, sporgöngumenn Júdasar, djöflinum ofurselda aumingja, drykkjurúta og fyllikuntur. Einnig fengu dárar, undirróðurshundar gegn Drotni og sálarlaus og siðvillt hlandsvín sinn skammt af bölbænum. Fyrir framan hinn risavaxna spámann sátu kirkjugestir hnípnir, dauðhræddir um að næst kæmi röðin að sér. Öll var þess framganga síra Baldvins rómuð og guðhræðsla sóknarbarna hans vék fyrir fullkominni prestshræðslu, enda sía Baldvin aunginn veifiskati við að eiga.  


mbl.is „Leiðinlegt þegar fólk spilar ekki með“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband