Leita í fréttum mbl.is

Undarlega mikill stuðningur er við vafasama, ónýta og kjánalega stjórnmálaflokka

x14Stuðningur fólks við Sjálfstæðisflokkinn er nær allur byggður á hrapalegu misskilningi og skorti á dýpri hugsun. Að einn fjórði landsmanna sé ávalt reiðubúinn að greiða þessari óhrjálegu flokksnefnu atkvæði sitt er í aðra röndina hlægilegt, en í hina afar sorglegt. Sjálfstæðisflokkurinn er heldur ekki stjórnmálaflokkur í þeim skilningi sem flestir leggja í það orð, heldur eru þetta skipulögð samtök vafasamra einstaklinga, yfirgangshunda og manna og kvenna sem virða eignarétt annarra en sjálfra sín ósköp léttvægan.

Nú, þá vekur velgjandi stuðningur tíu til fimmtán prósent kjósenda við hóparæksni á borð við Samfylkingu, Pírata, VG, Framsókn, Miðflokk og Viðreisn óhug. Nefndir flokkar eiga það allir meira og minna sameiginlegt að vera ekki það sem þeir segjast vera; allir eru þeir meira eða minna nýfrjálshyggjuskotnir auðvaldsflokkar og að því leyti sverjast þeir allir í bræðralag við hinn óhugnanlega Sjálfstæðisflokk. Þessi hlutföll í fylgi stjórnmálaflokkanna á Íslandi munu því miður lítið breytast meðan kjósendaskjáturnar ná ekki upp í að skilja hvað er hvað í pólitíkinni, því ef þær gerðu sér grein fyrir hvað fyrrnefndar flokkstofnanir standa fyrir mundi fylgi Sjálfstæðisflokksins hrapa niður fyrir fimm prósentin, óþurftarfyrirbrigði eins og Viðreisn, Píratar og Miðflokkur kæmust ekki á blað og kúnstugar flokksleysur eins og Samfylking, Framsókn og VG mættu þakka fyrir að fá fylgi sem nægði til að fá einn fulltrúa kjörinn á Alþingi.

x21Aftur á móti eru það flokkarnir sem hafna neðstir í umræddri skoðanakönnun ,,MMR" sem ættu skilið mun meira fylgi en þar kemur fram. Ef Sósíalistaflokkur Íslands ber gæfu til að vinna úr sínum málefnum af hugsjón og skynsemi og nær að girða fyrir aðgang lukkuriddara að framboðslistum sínum ætti hann að geta náð miklu fylgi, um og yfir þrjátíu prósent í fyrstu umferð. Flokkur fólksins á fulltrúa á þingi, en hefur ekki fengið athygli kjósenda að verðleikum. Að vísu sá Flokkur fólksins á eftir tveimur þingmönnum, illa popúlískum lukkuriddurum og vandræðamönnum, yfir til Miðflokksins, en það var frekar happdrættisvinningur lítils flokk en ekki tap. Satt best að segja væri eðlilegt að Flokkur fólksins hefði fimmtán til tuttugu prósenta fylgi, bæði í skoðanakönnunum og kosningum. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en fylgið dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband