Leita í fréttum mbl.is

Fáein vel valin orð um lýðræði, spillingarskítafýlu og ,,nútíma sósíalisma".

tv1Svo læstar fréttir eru slæmar fyrir lýðræðið. Hið sama má segja um dauðan hund, hann vekur aungvann með með innantómu gelti meir. Þjóðin og lýðræðið eru mun betur sett með læstar fréttir Stassion tú, sem aunginn sér eða heyrir; nóg er samt af áróðursmaskínum auðvaldshersins á Vesturlöndum. Og ef á fréttastofu Ríkisútvarpsins starfar ólýgið, heiðarlegt og óhlutdrægt fólk skiptir það engu máli fyrir þá fréttastofu þó Stöð 2. læsi öllum sínum fréttum og kjaftabulli.

En að öðru og mun skemmtilegra efni: Á síðastliðnum sólarhring átti ég eftirfarandi orðaskipti við félaga Þórberg Torfason frá Hala í Suðursveit um heimilisvin VG, Ögmundar Drífu, Katrínar og Gunnars Smára, hana Höllu Gunnarsdóttur bitlingaþega:

Þórbergur Torfason: Jóhannes Ragnarsson! Hvaða Halla tróð sér sem aðstoðarmaður inní Forsætisráðuneytið? Þú þarft að fletta upp í Öldinni sem leið til að finna eitthvað samræmi orða þinna núna félagi. Það dugir ekki að vera bæði gamall, grár og gugginn þegar nútíma Sísíalismi er gagnrýndur. Halla var aðstoðarmaður Ögmundar meðan hann gegndi ráðherrastöðu. Hún hefur aldrei verið í Forsætisráðuneytinu nema í kaffi hjá Sigmundi kannske. Hún er hins vega framkvæmdastjóri ASÍ í dag sem er aðeins annað mál.

·
Jóhannes Ragnarsson svarar: Þórbergur Torfason. Jæja karlinn, þú veist þetta allt, enda ekki gamall og grár. Ég leyfi mér hinsvegar að hressa örlitið upp á þig með þessu hér: https://www.dv.is/.../halla-gunnarsdottir-radin-radgjafi.../
Þarna kemur nefnilega fram að Halla vinkona þín var ráðin sem ,,ráðgjafi" forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Enn fremur kemur fram að Halla hafi aðsetur í forsætisráðuneytinu og hefji störf 1. mars 2018. Ég bý því miður ekki yfir nægilegum gáfum til að kunna skil á hver munur er á aðstoðarmanni og ráðgjafa forsætisráðherra. Það veit heldur enginn við hvað Halla þessi aðstoðaði Ögmund, ég held hann viti það ekki sjálfur enn þann dag í dag. En allt um það þá er römm spillingarfýla af öllu þessu aðstoðarmanna og ráðgjafastandi ráðherra, og eru þá sífelldar ráðningar VG-ráðherra á Höllu Gunnarsdóttur ekki undanskilin. En auðséð er samt á öllu, að ráðgjöfum þessum og aðstoðarmönnum eru ekki greidd laun úr vösum ráðherra. Og yfir hverju er Halla framkvæmdastjóri hjá ASÍ? Það væri fróðlegt að fá nánari útlistun á því. Og hvað hvað ætli Drífa láti, meðal annarra, fátækt verkafólk borga þessum ,,framkvæmdastjóra", vinkonu sinni, í laun á mánuði? Og eitt til viðbótar: Hvað er ,,nútíma Sísíalismi"? Ef til vill er þetta misritun, innsláttarvilla, hjá þér og þarna eigi standa ,,nútíma sósíalismi". Ef þarna er átt við nútíma sósíalisma, þá getur þú eflaust frætt mig og fleiri um hver munurinn er á ,,nútíma sósíalisma" og ,,gamaldags sósíalisma", því ef nútíma sósíalismi er til þá er væntanlega eitthvað til sem hægt er að kalla gamaldags sósíalisma. Mér finnst reyndar ég hafi heyrt einhvern óm af tali um ,,nútíma sosialisma" áður, jafnvel fyrir áratugum síðan.
Meira af þessu máli á Facebook-síðu Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja á Akranesi.

Fleira var það nú ekki að sinni, góðar stundir.


mbl.is Læstar fréttir slæm tíðindi fyrir lýðræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband