Leita í fréttum mbl.is

Hann er líka kallaður Flugnahöfðinginn og á alls kostar við Suðurnesjamenn

djöAðgerðir Djöfulsins eru óútreiknanlegar og órannsakanlegar. Þessi aumi hrappur birtist einlægt þegar neyðin er stærst og gjörir íllt verra og eykur á sorgir og þjáningar fólksins. Í heilt ár hefur Djöfullinn gjört sér að leik, að hrella Grindjána og aðra Suðurnesjamenn með skelfilegum jarðskjálftum með hótum um eldgos sem muni eyða Reykjanesinu. Eins og áður hefir fram komið finnst enginn klerkur þarna suðurfrá sem roð hefir við Djöflinum, sem einnig er kallaður Flugnahöfðinginn, Andskotinn, Pokurinn og Sathan, og því fer kauði sínu farm rétt undir yfirborði jarðar á Reykjanesi. Og nú er helvítið búið að setja brennisteinsflaum sinn í lóðrétta stöðu, sem þýðir aðeins eitt og aðeins eitt.

Í tilefni af jarðskjálftum og brátt komandi eldgosi, hafa vitrir með háar lærdómsgráður komið saman og rætt ástandið. Fyrir það fyrsta voru eir strax sammála um að Djöfullinn hefði lengi dansað innan um þá Suðurnesjamenn án þess þó að þeir bæru á hann kennsl. Til að mynda hefði sannast, þótt seint væri, að Flugnahöfðinginn hefði samið lagið sem sökkti bátnum í Sandgerði og kennt það strákfífli í Kelavík, sem engin skil kunni á vélabrögðum Andskotans; strákur fór að góla lagið úti fyrir Hvalsneskirkju eftir messu og því fór sem fór.

Þá eru slagsmál og ólæti Reykjanesi fræg að endemum, að ógleymdum furðu herfilegum hórdómi, sem og viðbjóðslegur sleikjuskapur við herstoðina á Miðnesheiði, sem blóðugt herveldi kom þar fyrir að undirlagi Djöfulsins. Og nú er komið að skuldardögunum. Rétt eins og Sathan hirti Galdra-Loft hyggst hann nú fara með eldi og brennisteini um Grindavík, Rosmhvalanes og þaðan allt inn til Vatnsleysustrandar. Enn fremur þykir mönnum sem jarðskjálftafræðingurinn sem keypti sér gleraugun staðfesti ráðabrugg Pokursins með því lýsa yfir að brennisteinseðjan handan við Fagradalsfjall sé komin í lóðrétta stöðu, enn að vísu neðanjarðar, eins og eldflaug með vítisvélar á palli sem bíður þess eins að verða skotið á loft.      


mbl.is „Mestu átökin eru syðst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband