Leita í fréttum mbl.is

Hrunfémínístinn og hinn skrifandi kveldúlfur af borgarastéttinni munu leiðast hönd í hönd

xs2Um kostulega aðgerð sem þessa er gjarnan sagt að nú leiði haltur blindan, en tilsýndar er þessháttar athöfn oftar en ekki afar hláleg, svo ekki sé meira sagt. Það er svo sem ekkert nýtt að Samfylkingin noti þetta bragð þegar sullað er saman framboðslistum þar á bæ. Þetta er háskólagenginn efrimillistéttarflokkur með hryggskekkju til hægri og lítt við alþýðuskap.

Til skýringar er vert að geta þess að fyrir síðustu kosningar komu krataeðlisfræðingar Samfylkingarinnar sér saman um að fá sér skrifandi mann af einni göfugustu ætt borgarastéttarinnar til að fara í framboð i Suðvesturkjördæmi. Nú, þetta gekk eftir og pilturinn af göfugu borgarastéttarættinni settist á þing og hefir nú setið þar á fjórða ár og nýtur þess að fólk fái að sjá hvað hann er virðulegur og settlegur þar sem hann situr í þinginu og snyrtir á sér neglurnar, sem hann kallar alltaf með sjálfum sér ,,nöglurnar". 

En nú þykir krataeðlissérfræðingum Samfylkingarinnar að ekki sé nóg að gert og því hafa þeir fært hinn skrifandi son borgarastéttarinnar niður um eitt sæti á framboðslistanum fyrir næstu kosningar til rýma fyrir sönnum og óvefengjanlegum efrimillistéttarfémínísta, sem auk ógurlegra háskólagráða, er fyrrum ekta hrunstjórnarráðherra. Með þessu móti hefur sérfræðingunum í krataeðlinu tekist að búa til framboðslista sem lítur út eins og hjárænulegur trúður á sirkuspalli. Hin upplýsta stétt gáfumanna og gáfukvenna í nærsveitum Reykjavíkur mun eflaust taka þessum frumlega framboðslista fagnandi og keppast við að kjósa hann þegar þar að kemur og tryggja hrunfémínístanum og kveldúlfinum af háaðlinum glæsilega kosningu til Alþingis.


mbl.is Guðmundur Andri víkur fyrir Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband