Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin er fallin í pattstöðugildru siðlausra stjórnmálaflokka

Jólasveinn1Jú, Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ekki stjórntækur og ætti alls ekki að vera í ríkisstjórn, - en það á því miður við fleiri flokka sem sæti eiga á Alþingi. Reyndar er Sjálfstæðisflokkurinn svo slæmur, að undrum sætir að ekki skuli vera búið að leggja hann niður og banna með lögum.

Nú er því miður svo komið, að fyrrnefndur Sjálfstæðisflokkur er farinn að berjast af öllu afli og fyrir opnum tjöldum fyrir því að kóvísvírusinn verði frelsaður og öllum verði heimilt að dreifa honum út um allar trissur, þó svo hætta sé á að vírus þessi drepi og örkuli hálfa þjóðina. Í ljósi þessara óhugnanlegu aðstæðna er ekki nema rétt og sjálfsagt að Svandís og VG snúi sér til stjórnarandstöðunnar eftir liðsinni í baráttunni við drepsóttina, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill endilega siga á aumingja fólkið á Íslandi.

En mundi, þegar á hólminn væri komið, vera stuðningur innan stjórnarandstöðunnar við viðunandi sóttvarnir á landamærum og í sóttvarnarhúsum? Á það er aungvann veginn hægt að reiða sig; Píratar og Viðreisn eru hænsnahópar sem eru ofurseldir nýfrjálshyggjuöfgum og Samfylkingin og Miðfótúngar eru eins og þau eru. Þannig má segja að þjóðin er fallin í pattstöðugildru og nauðung firrtra, spilltra og andstyggilegra stjórnmálaflokka, sem iða af Þórðargleði, illgirni og yfirmáta skinhelgi og hroka. Ástandið er sem sagt ekki densilegt og óljóst hvort einhver leið er út úr því fyrr en eftir að hálf þjóðin er dauð og örkumla.


mbl.is Svandís ætti að leita til stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aldeilis uppeldið! Allt Íslendingar svo góðir og gegnir,er enginn þarna stjorntækur?

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2021 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband