Leita í fréttum mbl.is

Af ljóðmælum Kolbeins Kolbeinssonar eldri:

,,Þér eldgamli útslitni kerlingarfjandi,
það ætti að reka yður strax úr landi
og skvetta eftir yður skít og hlandi."

kol29Þannig hefst hinn frægi ljóðabálkur Kolbeins Kolbeinssonar eldri, sem hann orkti á kaupfélagsloftinu gegn konu sinni. Síðar töldu drykkjuóðar eiturætur, að bálkur Kolbeins fjallaði í raun og veru um meinta þjóðníðinga og föðurlandssvikara, því það lægi í ,,augum úti" eins og einn þeirra orðaði það, að gnótt væri af dusilmennum og afætum á Íslandi sem verðskulduðu að vera reknir úr landi með skítkasti og bölbænum.

Sjálfur hefir Kolbeinn Kolbeinsson eldri aldrei gefið neinar skýringar á kveðskap sínum, en þær voru í eina tíð mjök hátt skrifaðar í Framsóknarflokknum. Og nú nýlega dró formenni Miðfótunga- og Klausturflokksins ljóðmæli gamla Kolbeins upp úr kistli sínum og blés af honum rykið. Nú, Kolbeini gamla voru sögð tíðindin af miðfótsformenninu og ljóðabálknum þar sem hann situr á dvalarheimili aldraðra með járnstafinn við höndina. Skipti aungvum togum að gamli maðurinn greip til stafs síns og slæmdi honum í hausinn á konunni sem færði honum fréttina. Konan féll í sárt öngvit og var send með sjúkrabifreið á heilsugæslustöð og þaðan á sjúkrihús. Er hún nú sögð dauð, en það er ekki staðfest.

Þá verður að geta þess, að til eru þeir menn sem ólmir vilja láta rannsaka burtsofnun eiginkonu Kolbeins eldri, en þar eru a sög manna ekki öll kurl komin til grafar. Kolbeinn yngri, skrifstofustjóri og framsóknarmaður hefir lengi beitt sér innan kerfisins á móti því að andlát móður hans verði skoðað og hefir hann haft glæsilegan sigur í því spursmáli. Frú Ingveldur, tengdadóttir hinnar látnu, fullyrðir að tengdamóðir hennar hafi verið bölvuð meri og séu Meradali á Reykjanesi nefndir henni til heiðurs. Einnig er nú ljóst, að Miðfótaflokkurinn, sem sem skartar hvítu merhryssi í einkennismerki sínu, hafði leynda bækistöð í Meradölum og fór sú stöð undir rennandi hraun í gær og drapst þar um leið hið hvíta merhryssi, sem þeir Sigmundur og Beggó höfðu tekið svo miklu ástfóstri við. Er harmur þeirra sár og missirinn mikill. Hinsvegar er Kolbeinn Kolbeinsson eldri ósnertanlegur þar sem hann situr á friðarstóli á dvalarheimili aldraðra.

,,Þér útslitna, gaddfreðna kerlingargála,
upp á vegg eins og Skrattann þig ætti að mála.
Svo mælti völvan Vindgapanjála,"
(Höf. Kolbeinn Kolbeinsson eldri


mbl.is Dansað á brúnum nýju gíganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband