Leita í fréttum mbl.is

Samtal ţrungiđ mannviti um dauđvona kú

kú4Vér getum treyst ţví til fullnustu, ađ ţegar últra hćgristeggurinn Andrés spjallar viđ tvo hćgrisinnađa vindbelgi, eins og Fređjón Fređjónsson og og Stefán ţennan, sem aunginn vill ţekkja, er aldrei töluđ nein vitleysa. Fyrir örskömmu efndu fyrrnefndir drengir til opinbers samtals, sem var svo ţrungiđ mannviti ađ skjaldan hefir annađ eins heyrst. Í ţessu undursamlega samtali, ţví ţetta var samtal, kemur fram ađ Samfylkingin er svo innilega sameiginlegasta áhugamál ţeirra; allir vilja ţeir hag Samfylkingarinnar sem mestan og bestan; og allir grétu ţeir heitum tárum hlutskipti Samfylkingarinnar eins og langdrukknir óreglupésar, en ţeir álíta ađ margnefnd Samfylking hafi fyllst á síđustu árum af mjög vondu fólki, heimsku, illgjörnu og afar annarlegu á flestan máta.

Ekki er ólíklegt, ađ Andrés og ţeir hafi á réttu ađ standa varđandi alvarleg innanmein Samfylkingarinnar. Ţó ţađ nú vćri. Og vćri Samfylkingin mjólkurkú, sagđi einn ţeirra og ekki sá ógáfađasti, vćri hún löngu hćtt ađ gefa af sé nokkra nyt, hvađ ţá halda kálfi, ţannig ađ einsýnt mćtti heita ađ búiđ vćri ađ leiđa kusu út á blóđvöllinn og slagta henni. En ţótt Samfylkingin vćri dregin út og henni fargađ, ţá mundi ekkert frálag verđa af henni, ţví soddan óţverra, sem dauđ Samfylking er, er ekki einusinni hćgt ađ nota í hakk eđa til ađ eitra međ fyrir ref og mink. Viđ ţetta má bćta, ađ mikiđ vćru nú Andrés og Stefán Páls fallegt par; ţeir ćttu ađ gleđja ţjóđ sína međ ţví ađ byrja saman, ţađ er ađ segja ef ţeir eru ekki nú ţegar farnir ađ sćnga saman.

En ţó svo Samfylkingin drepist út af fyrir kosningar, ţá er nokkuđ gott pláss til stađar fyrir rotnađ og úr sér sprottiđ krataeđli í sosialistaflokki Gunsa Smára. Ţangađ geta ţjökuđ og soltin krataeđlisatkvćđi leitađ. Fyrir skemmstu sóktu Gunsi og sosialistarnir hans um lóđ undir hjáleigu í túnfćti Höfuđbólsins, Valhöllu. Umsókninni var vel tekiđ og hefir nú Gunsi, ásamt griđkonum sínum og hlaupastrákum, öllum heldur krataeđlissjúkum, komiđ sér fyrir í Bolholti, steinsnar frá Höfuđbólinu. Ţetta ţýđir, ađ fái sosialistaflokkurinn sá arni ţingmenn kjörna er hann í nafni krataeđlisins ţegar til ţjónustu reiđubúinn í ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokknum.


mbl.is Kraumandi óánćgja í Samfylkingunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband