Leita í fréttum mbl.is

Handreður kennir lærisveinum og draumur frú Ingveldar

kol24Við sem kunnum deili á Indriða Handreði í gamla daga vissum vel að hann ætti til að vera óþrifnaðarmeindýr. Eitt sinn komum við að kauða þar sem hann sat á elhúskolli í miðju herbergi og var að kenna, því átta eða tíu umglinsslánar sátu hringinn í kringum hann, slefandi af undrun. Í þetta sinn var Handreðurinn að segja frá bólförum sínum, sem að sumu leyti minntu á nautaat eða slagsmál villidýra. Sumt í máli Handreðsins var þó sorglegt og grátlegt og gekk fram af lærisveinunum, en það voru helst samskipti Indriða við sína heittelskaða eiginkonu sem þá var. -Og, sagði hann og horfði mjög alvarlegur á áheyrendur um leið og hann lauk máli sínu, - þegar ég var í góðu stuði, þá gat hún ekkert annað en hoppað á öðrum fæti eftir knallið.

x46Þannig var það hjá Indriða Handreði. Síðast liðna nótt dreymdi frú Ingveldi sjálfa, að henni var boðið í ferðalag sem hún þáði. Það var farið með hana í einhverju ókennilegu farartæki alla leið til ríkis Erki-Djöfulsins, það er að segja Helvítis. Þar var hún leidd um ganga með rimlabúr á bæði borð og þar sá hún fyrst allra frægra, Margrétu Thatcher ásamt með dónalega klæðlitlum Rónaldi Reagan og hjá þeim störfuðu litlir og ógéðslegir púkaskrattar við pota glóandi stautum í afturendann á hjúunum. Einkennilegast þókti þó frú Ingveldi, að frú Thatcher, sem hún hefir alltaf dáð og elskað, var orðin stórhyrnd, með hringlaga hrútshorn á hausnum og fnæsti eins og eiturslanga. Aftan úr Rónaldi hafði auðsjáanlega aftur á móti vaxið hrossatagl svo mikið og sítt að það náði á hylja berandann á karlskepnunni. Svo varð frú Ingveldi afar ómótt og henni þyngdi fyrir brjósti þar til hún hrökk upp í sathanísku svitabaði.

Þennan merkilega draum hefir frú Ingveldur ráðið á þann veg, að bæði Kolbeinn eiginmaður hennar og Indriði Handreður verði vistaðir í Helvíti að jarðvist lokinni, um það geti aunginn nokkru eða neinu breytt, nema náttúrulega Erki-Djöfullinni, en hann mun samt mjög ólíklegur til að gjöra nokkrar breytingar þar á. Þegar frú Ingveldur sagði síra Baldvini, laust eftir hádegi, frá draumnum, hvatti hann hana eindregið til að hefjast handa við undirbúning að burtsofnun nefndra dánumanna, því aldrei mætti það gerast að slíkir þrjótar og þorparar fengju legstað í vígðri mold; grjóturðir eða fúafen hæfðu ódámum eins og þeim betur. Nú undir kveld var frú Ingveldur farin að hugsa upp ráð til að taka þá Kolbein og Handreðinn hreinlega af lífi og senda þá þar með þangað sem þeir eiga heima í raun og veru. 

 


mbl.is Yfirlið algengari hjá yngri kynslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband