Leita í fréttum mbl.is

Í kjallaranum kraumar slátur

Í kjallaranum kraumar ýlda
og kukkur fer í pott.
Af ólund kumrar kvinnan fýlda
og klæmist við sitt tott.

Fyrr var oft í fleti kátt,
frussur sungu saman.
Ýmsir fengu feitan drátt
og fannst það heldur gaman.
Utan gátta Andrés sat
og ældi í buxnastrenginn,
á hann var komið aukagat
og upp að knjám var genginn.

En heyrðu snöggvast Snýta mín
snjalla auðnugrundin,
hvunær kemur klessan þín
Kölski inn um sundin?
Í kjallaranum kraumar slátur,
kannast nokkur við þessar skjátur?


mbl.is Listi VG í Suðurkjördæmi kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband